Umræðan
Sameining?
Markaðssetningin á sameiningu Austurkragans er mér ekki að skapi. Markmið kynningarfunda var að vinna hugmyndinni fylgi en ekki að upplýsa, þetta voru hnitmiðaðir áróðursfundir. Mér fyndist eðlilegt að í hverjum byggðakjarna væri íbúafundur þar sem heimamenn skoðuðu málefnið frá sínum bæjardyrum. Frá Seyðisfirði reyni ég það.