04. nóvember 2021
„Það voru áætlunarferðir í gegnum Viðfjörð til Akureyrar“
Inn úr Norðfjarðarflóa ganga þrír firðir, nyrstur er Norðfjörður, þá kemur Hellisfjörður og syðstur er Viðfjörður. Í Viðfirði var búið þar til árið 1955 þegar íbúar á síðustu þremur bæjum fjarðarins ákváðu að flytja og lagðist fjörðurinn þar með í eyði. Lauk þar með um 200 ára búsetu Viðfjarðarættarinnar í firðinum en ættin bjó ætíð á bæ samnefndum Viðfirði.