Magnað sjúkraflug til Norðfjarðar

Hjá Bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin „Björn Pálsson, flugmaður og þjóðsagnapersóna“. Þar segir frá Birni Pálssyni sem var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi, en hann starfaði við það frá árinu 1949 þar til hann lést árið1973.

Lesa meira

Þekktu rauðu ljósin - Soroptimistar hafna ofbeldi

Eitt af markmiðum Soroptimistahreyfingarinnar er að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum. Mikilvæg stoð í því starfi er að vekja athygli á og stuðla að upprætingu á ofbeldi í nánum samböndum.

Lesa meira

Orð eru til alls fyrst

Hugtökin „grænt“, „hreint“, „umhverfisvænt“ og fleiri slík eru notuð af mörgu fólki. Merkingin er iðulega óljós, notkunin er oft óábyrg og beinlínis til þess fallin að villa um fyrir öðrum. Stundum virðist vera nóg að fyrirbæri sé skárra en mest mengandi kosturinn til að fá þennan eftirsóknarverða stimpil. En hvaða máli skiptir það?

Lesa meira

Að draga lærdóm af PISA

Fólk er alls staðar fólk, við erum öll eins þótt menning, uppeldi og fleiri félagslegir þættir móti okkur hvert og eitt. Það er enginn eðlismunur á fólki eftir því hvar það fæðist.

Lesa meira

Atvinnuþróun á Austurlandi

Í dag var fundur um eflingu atvinnuþróunar á Austurlandi. Þeim skilaboðum að frá Austurlandi komi tæpur einn fjórði af heildarverðmætum vöruútflutnings hefur verið komið rækilega á dagskrá af SSA á undanförnum misserum. Spurningin er hvort stefnumótun sveitarfélaga á Austurlandi hafi einkennst um of af kröfum atvinnulífsins, nú síðast í kringum innreið fiskeldisfyrirtækja í fjórðunginn.

Lesa meira

Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?

Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna sem fjallað er um í nýrri jarðgangaáætlun á umræddum svæðum.

Lesa meira

Verslum í heimabyggð

Nú er aðventan að ganga í garð með öllu því sem henni tilheyrir. Allskyns tilboð hrúgast inn í pósthólfið og lúguna. Staðbundin verslun hefur átt undir högg að sækja með tilkomu netverslana, innlendra sem og erlendra.

Lesa meira

Útrýmum riðuveikinni hjá sauðfé á Íslandi

Eftir að genið sem veitir nánast algert ónæmi sauðfjár gagnvart riðu fannst í fé á Þernunesi á síðasta ári opnaðist skyndilega möguleiki til útrýmingar riðu hjá sauðfé hér á landi.

Lesa meira

Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi

Í dag lenti fyrsta flugvél EasyJet á Akureyrarflugvelli og hóf þar með vikulegt áætlunarflug í vetur. Þetta er stórmerkur áfangi og vart hægt að hugsa sér betri leið til að fagna vetrarkomunni. EasyJet er eitt öflugasta flugfélag Evrópu sem getur, ef vel gengur, gjörbreytt öllum forsendum fyrir heilsársferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.