Sinfónísk kveðja til Austfirðinga

Sinfóníuhljómsveit Íslands vill koma á framfæri þökkum til Austfirðinga fyrir frábærar móttökur
á tónleikum hljómsveitarinnar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 5. nóvember síðastliðinn.

sinfnuhljmsveit_slands.jpg

 

Lesa meira

Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar á Austurlandi

Miðvikudaginn 5. nóvember heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðarbyggð á Eskifirði og daginn eftir á Hornafirði. Aðgangur er ókeypis og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.00.

Lesa meira

Höttur vann Þór tvisvar

Höttur vann Þór Þorlákshöfn tvisvar um helgina, í 1. deild karla og 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á Egilsstöðum um helgina. Þróttur Neskaupstað vann nafna sinn úr Reykjavík tvisvar í 1. deild kvenna í blaki.

Lesa meira

Olía undir Austfjörðum?

Nýjar jarðfræðirannsóknir benda til að olía finnist nær Austfjörðum en áður hefur verið talið. Sérfræðingar eru farnir að horfa til svæðisins í kringum Borgarfjörð eystri.

 

Lesa meira

Fjölbreyttir námsmöguleikar

Framhaldsskólarnir á Austurlandi eru stöðugt að efla tengslin sín á milli og bjóða nú til dæmis upp á fjölbreytta möguleika í símenntun fyrir fullorðna.

Lesa meira

Stórhætta af hreindýrum á vegum

Hættan á árekstrum við hreindýr hefur aukist mikið á síðustu árum, segir í fréttatilkynningu sem Náttúrustofa Austurlands hefur sent frá sér af gefnu tilefni. Hættulegustu staðirnir eru Kárahnjúkavegur og þjóðvegur 1 um Lón og Nes á Suðausturlandi.

 

hreindr.jpg

Lesa meira

Vextir lækkaðir og nýr sjóður myndaður

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána um 0,5% vegna efnahagskreppunnar. Vegna óvissunnar í efnahagslífinu hefur sjóðurinn einnig ákveðið að bjóða upp á nýja ávöxtunarleið í séreignarsparnaði.

 

Lesa meira

Leggjast saman á árar í kreppunni

Fulltrúar AFLs, VR, Fljótsdalshéraðs, Fjarðabyggðar, Vinnumálastofnunar Austurlandi, Þekkingarnets Austurlands og Starfsendurhæfingar Austurlands, hittust í vikunni og hófu að stilla saman strengi í þeim erfiðleikum sem búast má við á vinnumarkaði á Mið-Austurlandi. 62 eru skráðir atvinnulausir á Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.