Myndir frá Ormsteiti

ImageMyndir Austurgluggans frá Ormsteiti 2008 eru komnar inn í myndasafn vefsins. Við vorum á opnunarhátíðinni, Hallormsstaðardegi, kvöldvökunni og Fljótsdalsdegi. Sjá má myndasöfnin með að smella hér .

Farið varlega með flugeldana!

Nú eru áramótin að nálgast og því miður fylgja þeim alltaf flugeldaslys. Ólöf Snæhólm, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir  tölfræði sýna að dagana fyrir og eftir áramót séu drengir í mestri hættu þegar kemur að flugeldaslysum. Flest verði þau þegar teknir eru í sundur flugeldar og gerðir úr þeim sprengjur sem valda alvarlegustu slysunum; jafnvel örkumlun.

picture5_copy.jpg

Lesa meira

Fínu skoteldaveðri spáð um áramót

Útlit er fyrir að ágætt veður verði til að kveðja gamla árið með brennum og flugeldaskotum og fagna nýju. Besta veðrinu er spáð á Austurlandi. Veðurstofa Íslands spáir því að um miðjan dag á gamlársdag verði hæg austanátt með éljagangi sunnanlands, nokkuð samfelldri slyddu eða snjókomu. Á miðnætti er reiknað með stöku éljum með austanáttinni. Spáð er úrkomulausu norðaustanlands.

11_07_68---fireworks_web.jpg

Lesa meira

Einar Bragi Bragason er Austfirðingur ársins 2008

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur!

Úrslit liggja fyrir í vali lesenda vefsins á Austfirðingi ársins 2008. Það er skemmst frá því að segja að Einar Bragi Bragason, tónlistarmaður og skólastjóri Tónlistarskólans á Seyðisfirði, hlaut flest atkvæði.

Aðrir sem komu sterkir inn voru Matthildur Matthíasdóttir og foreldrar hennar í Neskaupstað fyrir aðdáunarvert æðruleysi og dugnað í erfiðum veikindum Matthildar, Ólafur Kristinn Kristínarson, fyrir óbilandi drifkraft í málefnum utandeildarknattspyrnu á Austurlandi, Jón Hilmar Kárason, tónlistarmógúll í Neskaupstað og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi, fyrir störf sín að verkalýðsmálum.

photo_16.jpg

Lesa meira

Læknum á Austurlandi sagt upp og endurráðið með breyttu vaktfyrirkomulagi

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) er nú að senda út uppsagnarbréf til allra lækna stofnunarinnar og taka þær gildi um áramót.

Einar Rafn Haraldsson, forstjóri HSA, segir að fyrirhugaðar séu uppsagnir ráðningarsamninga við lækna stofnunarinnar vegna þess að gera eigi breytingar á vaktafyrirkomulagi.

logo.gif

Lesa meira

Hugleiðing við áramót

Sigurður Ragnarsson skrifar:

Fyrirgefðu, þetta voru bara viðskipti...  Ég var alinn upp við það að sýna skuli heiðarleika í öllum samskiptum og að orð skulu standa. Eitt sinn þegar ég var búinn að tapa verulegum fjármunum á samstarfi við samstarfsaðila sagði hann við mig: ,,Sorrý, þetta voru bara viðskipti, ert þú ekki vinur minn?“

Lesa meira

Rafmagnsleysi á nýársnótt

Bilun í Kárahnjúkavirkjun um miðnæturleytið orsakaði að rafmagn fór í nokkra stund af álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í nótt. Að sögn vaktmanns hjá RARIK fór rafmagn einnig af á Djúpavogi og Breiðdal í stuttan tíma. Fljótlega tókst því að koma rafmagni á aftur.

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögu um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009 að upphæð 3.900 milljónir króna og hefur Kristján L. Möller samgönguráðherra samþykkt tillögu nefndarinnar. Framlögin verða greidd sveitarfélögunum mánaðarlega.

Einnig hefur ráðgjafanefndin lagt fram áætlun um heildarúthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009 og nema þau alls rúmum 1.300 milljónum króna.

Lesa meira

Íslensku útrásinni skotið upp um áramótin

Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun. Flugeldasalan er helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Útköllum hafi fjölgað mikið og telji nú um 1500 á ári.

3.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.