Þurfa sveitarstjórnarkappar Austurlands að hlusta?

Íris Randversdóttir grunnskólakennari skrifar:

 

Hroki eða hleypidómar?

 

Í hundslappadrífu sunnudagsins settist ég við tölvuna mína og kíkti sem oftar á vef Austurgluggans.  Rak ég fljótlega augun í grein með yfirskriftinni Smjörklípumeistara svarað og þótti afar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir.  Hana skrifa valinkunnir og margkjörnir sveitarstjórnarmenn í fjórðungnum, þeir Smári Geirsson og Þorvaldur Jóhannsson.

Lesa meira

Myndir frá mótmælum

Image Myndir frá mótmælafundinum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gær eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans. Um níutíu manns héldu út í hundslappadrífuna sem veðurguðirnir buðu upp á.

 

Gott í gogginn á föstudegi

Vefur Austurgluggans heldur nú áfram þeirri nýbreytni að birta uppskriftir á föstudögum, til að gleðja netverja og gefa þeim ferskar hugmyndir í helgareldhúsið. Uppskriftirnar eru fengnar úr fyrri tölublöðum Austurgluggans, þar sem matgæðingar hverrar viku hafa deilt sínum bestu eldhúsleyndarmálum með lesendum um langa hríð og gera enn. Hér koma uppskriftir að nokkrum dásamlegum kökum frá Guðfinnu Auðunsdóttur. Njótið vel!
kaka.jpg

Lesa meira

Vinsamlega athugið að netföngum hefur verið breytt

Netföngum Austurgluggans hefur verið breytt á eftirfarandi máta:

Auglýsingar og áskrift: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fréttir/ritstjórn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Önnur netföng fyrir vikublaðið Austurgluggann eru ekki í gildi lengur.

Með kveðju frá ritstjóra.

atmerki.jpg

Þetta fólk hefur stolið verðmætum Íslands

Image „Við heimtum kosningar í vor og ég krefst þess af þjóð minni að hún standi upp og geri sig gildandi í umræðunni nú þegar; að hún fari þær leiðir sem færar eru til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Tökum til, við erum þjóðin og við eigum heimtingu á réttlæti og siðbót, annars verður aldrei til nýtt Ísland,“ sagði Björgvin Valur Guðmundsson á mótmælafundi á Egilsstöðum í dag.


Lesa meira

Stútfullur Austurgluggi af forvitnilegu efni

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Stöðfirðinginn Svövu Magnúsdóttur um einkar forvitnilegt borðspil sem snýst um helstu trúarbrögð veraldar, Sonju Björk Jóhannsdóttur, íþróttamann Hattar árið 2008 og Garðar Bachmann Þórðarson kvikmyndagerðarmann á Seyðisfirði. Fjallað er um áhugaverð tækifæri í atvinnusköpun fyrir fólk í dreifbýli, búsifjar bænda í Jökulsárhlíð vegna garnaveiki og helstu fréttir. Að auki eru birtar aðsendar greinar sem fjalla um allt frá erfiðu hlutskipti fyrirtækja í fjórðungnum til opnunartíma bókasafnsins í Neskaupstað. Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar skrifar um byggðaáætlun fram til 2013 og forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga fjallar um mikilvægi staðbundinna fjölmiðla.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

Eskfirðingar sigruðu í Samaust

Fulltrúar Knellunnar, Eskifirði, sigruðu í Samaust, söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf, Egilsstöðum, í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Mikil hálka á vegum

Vegagerðin varar vegfarendur við hálku, hálkublettum og snjóþekju. Flughált er á Jökuldal, Borgarfjarðarvegi og Breiðdalsheiði og sömuleiðis á Fjarðarhhreksstaalei_vefur.jpgeiði. Spáð er ágætu veðri á Austurlandi á morgun, hálfskýjuðu, einhverri úrkomu og hægum vindi frá suðaustri.

Lesa meira

Vegfarendur vari sig á fljúgandi hálku

Mikið vetrarríki er nú á Austurlandi og víða fljúgandi hálka á vegum utan og innan þéttbýlis. Þannig hafa orðið í það minnsta fjórir árekstrar innanbæjar á Egilsstöðum í dag, svo dæmi sé tekið og fólk hefur dottið í hálkunni og meitt sig.

Víða í fjórðungnum eru él og hálka eða snjóþekja. Snjóað hefur töluvert og því hætta á skafbyl ef einhver vindur er að ráði. Breiðdalsheiði er þungfær, Öxi og Hellisheiði ófærar og ófært í Mjóafjörð.

vefur_snjr.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.