Sextug í Vasa-göngunni

Vasagangan í Svíþjóð hófst í gærmorgun. Gengnir eru 90 kílómetrar á skíðum milli Sälen og Mora. Meðal fjölmargra keppenda eru nokkrir Austfirðingar og þar á meðal mun vera Kolfinna Þorfinnsdóttir sem varð sextug á dögunum. Geri aðrir betur.

snjlabb.jpg

Vinnunefndir vegna samvinnu

Fljótsdalshérað og Djúpavogshreppur hafa valið fulltrúa í viðræðunefnd sem sér um að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð skoða möguleika á sameiginlegri velferðarþjónustu.

 

Lesa meira

Samtökin Austfirskar krásir stofnuð


Samtökin Austfirskar krásir – matur úr héraði voru stofnuð í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á fjölmennum stofnfundi á Egilsstöðum. Tilgangur samtakanna er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins. Starfssvæði samtakanna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri.

matarkrsir_vefur.jpg

Lesa meira

Bjartsýni um olíu á Drekanum

Auknar líkur virðast nú á að olía kunni að finnast á Drekasvæðinu, norðaustur af Íslandi. Nýlegar hljóðbylgjumælingar og endurmat á upplýsingum sem þegar liggja fyrir benda til þess að setlög, svipuð þeim sem finna má á nærliggjandi og jarðfræðilega tengdum olíusvæðum við Noreg og Grænland.  

drekasvi.jpg

Lesa meira

Títuprjónshausinn Austurland

Nú er mál til komið að togstreitu milli Fjarða og Héraðs linni. Löngu er tímabært að fólk uppræti úr sér hinn mergsmogna, úrelta hugsunarhátt að einn sé afæta af öðrum, eitt byggðarlag afæta af öðru, einn landshluti afæta af öðrum landshluta. Hafi menn ekki ekki áttað sig á því ennþá, er hver að verða síðastur að grípa þau merku sannindi að við búum á einni jörð, hver maður er stakur, sundruð erum við ekkert og sameinuð allt.

Það fer hreinlega um mig þegar ég skynja hversu djúpstætt sundurlyndið er enn milli margra íbúa Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Einhver rótgróinn illyrmislegur tónn í sumu fólki, hálfkveðnar vísur, börnum er gefið þetta vonda meðal í hálfkæringi og alast sum hver upp við ósómann. Eins og unglingarnir sem aka yfir í ,,hitt“ byggðarlagið og henda ruslinu sínu hlæjandi út um bílgluggann. Eins og foreldrar á kappleik barna sinna og góla ,,látt‘ann finna fyrir því helv. (ljótt uppnefni tengt ,,hinu“ sveitarfélaginu).  Við gegn ykkur. Þið gegn okkur.

Ég skrifa hér kvitt og klárt að ég er fyrst og síðast Austfirðingur. Og ansi hreint stolt af því að búa í þessum frábæra landshluta sem á öll tækifæri og alla auðlegð, hvort sem er í fólki eða náttúru. En ég dauðskammast mín þegar utanaðkomandi fólk skellihlær og hefur í flimtingum hvað við séum klaufaleg að standa í svona hrepparígsbulli á þessu pínulitla svæði, sem er snöggtum minni en títuprjónshaus í ölllu samhengi hlutanna. Við íbúarnir eigum eftir að vinna heimavinnuna okkar; engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

                                                                                                             Steinunn Ásmundsdóttir

(Leiðari Austurgluggans 19. febrúar sl.)

Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða

Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti skrifar:    Margar eru áhyggjur Íslendinga um þessar mundir og ekki að ástæðulausu. Mörgum finnst sem leiðin til þess að hafa áhrif á stjórn landsins sé afar löng og torsótt. Af því að ég vil heldur reyna hafa áhrif með skrifuðu orði en með því að berja potthlemma, sendi ég þennan pistil til Austurgluggans.

Lesa meira

Ásta Hafberg í efsta sæti Frjálslyndra í NA-kjördæmi

Kjördæmisráð Frjálslynda Flokksins í Norðausturkjördæmi lýkur nú senn við uppsetningu á framboðslista sínum fyrir komandi alþingiskosningar. Þegar liggur þó fyrir hver mun skipa 1. sæti listans , þ.e.  Ásta Hafberg S. og er hún fædd 1971, í Reykjavík þar sem hún ólst upp að mestu. Eiginmaður Ástu er Bastian Stange fæddur 1974 í Stade Þýskalandi, hann er menntaður skipstjóri og vélvirki. Til samans eiga þau 6 börn á aldrinum 6 mánaða, 2ja, 7, 10, 11, og 13 ára.

sta_hafberg.jpg

Lesa meira

Vor sífrandi þjóð

Ég hef verið að hugsa um eldana sem geisað hafa í Ástralíu undanfarið og þau hundruð manna sem hafa farist í þeim. Um að á stórum svæðum álfunnar hefur ekki rignt í næstum áratug og sjálfsmorðstíðni bænda þar er geigvænleg. Um hin endalausu stríð í mörgum Afríkuríkjanna þar sem saklaust fólk er notað í vélbyssufóður, konum er nauðgað linnulítið og börn skikkuð í hernað og þeim bókstaflega hent þegar þau verða viti sínu fjær af ofbeldi, fíkniefnum og geðveiki. Um stríðsátök í Palestínu, Suður-Ameríku og víðar. Um þorstann og hungrið og sjúkdómana sem brytja fólk niður um gjörvalla veröld.

  

Og svo erum það við. Með okkar búsáhaldabyltingu og botnlausar skuldir.

Sífrum eins og sísvangir kettlingar.

Vissulega eigum við fyrir höndum ærin verkefni við að koma landinu á réttan kjöl og ekki verður dregið í efa að margir landa minna hafa það svo skítt að þeir eiga ekki fyrir fæði né klæði. Æ fleiri bætast nú í þann hóp. Við erum sannarlega í vondum málum.

  

Mér finnst samt, svo ég segi það nú hreint út, að um leið og við leitum hins rétta meðalhófs og mannvirðingar í okkar dæmalausa míkrósamfélagi, ættum við að muna hvað við höfum það ansi gott velflest. Hversu möguleikarnir á að skapa okkur gott og staðfast samfélag sem hlúir að öllum sínum þegnum eru miklir. Að framtíðarsýn okkar getur byggst á því að við búum í auðugu landi, fjarri firringu stríðsátaka og hreinni eymd. Ef við högum okkur af forsjálni og mátulegri dirfsku gagnvart auðlindum lands og þjóðar mun eyjan okkar í framtíðinni verða eitt dýrmætasta svæði jarðar hvað til dæmis vatnsforða snertir.

  

Við erum satt að segja ótrúlega heppin að vera við og hér. Það er í öllu falli snöggtum skárra hlutskipti en að vera þeir og þar. Alveg hreinu uppi með það að halda.

 

Steinunn Ásmundsdóttir

(Leiðari Austurgluggans 12. febrúar sl.)

Landið eitt kjördæmi

Björgvin Valur Guðmundsson skrifar:   Eitt af því sem verður að breytast á Íslandi í þeirri lýðræðisbyltingu sem nú stendur yfir, er kjördæmaskipunin. Við eigum, að mínu mati, um tvennt að velja í þeim efnum; einmenningskjördæmi eða landið allt eitt kjördæmi. Ég hallast frekar að hugmyndinni um eitt kjördæmi og ætla nú að færa rök fyrir því.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.