Dæmdur fyrir að kaupa bensín með korti Alcoa

ImageHéraðsdómur Austurlands dæmdi í seinustu viku tæplega fimmtugan karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa bensín með korti vinnuveitanda síns.

 

Lesa meira

Stjórnmálafundir með prófkjörsframbjóðendum í NA-kjördæmi 5. - 8. mars

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi stendur fyrir almennum stjórnmálafundum frambjóðenda. Alls fara fram átta fundir dagana 5. - 8. mars víðsvegar um kjördæmið og eru sjálfstæðismenn og aðrir hvattir til að mæta og kynna sér áherslur í prófkjörinu.

491390b.jpg

Lesa meira

Áskell Einarsson sækist eftir 2.-8. sæti hjáFramsókn í NA-kjördæmi

Áskell Einarsson bóndi og hestamaður sækist eftir 2.-8. sæti sæti á lista Framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Áskell er fæddur 1945 og hefur starfað við landbúnaðarstörf ásamt ýmiss konar verkamannavinnu og fiskvinnslustörfum í 45 ár. Með framboði sínu vil hann verða fulltrúi eldri borgara og öryrkja og vinna að því að leiða þjóðina út úr þeim þrengingum sem hún er í. Huga þarf sérstaklega að þeim sem verst eru staddir í þjóðfélaginu á þessum tímum.

skell_einarsson.jpg

Lesa meira

Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi verður haldið á Hótel Seli í Mývatnssveit, sunnudaginn 8. mars klukkan 14:00. Á dagskrá er tillaga kjörstjórnar um röðun á framboðslista VG fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl 2009.

vg_logo_rautt_web.jpg

Lýðræðið fótum troðið í Norðausturkjördæmi

Bernharð Arnarson hefur ákveðið að draga framboð sitt á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi til baka en hann bauð sig fram í 5. – 8. sæti. ,,Ástæðan er ólíðandi framganga stjórnar Kjördæmasambands Norðausturkjördæmis sem studd er af landsstjórn flokksins. Ákvarðanir þær sem stjórnirnar hafa tekið undangengna daga eru í slíkri andstæðu við öll réttlætis- og jafnræðissjónarmið að annað eins er fáséð og alls ekki í anda eða samkvæmt gildum Framsóknarflokksins," segir Bernharð.

frams.jpg

Lesa meira

Vonskuveður víða í fjórðungnum

Slæmt veður er nú víða á Austurlandi, él og hvasst. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti eitthvað fyrr en með morgni. Spá er stormi við austurströndina í nótt; gangi í norðvestan 13-20 austan til á landinu með kvöldinu með snjókomu, en allt að 23 m/s við ströndina í nótt. Dregur úr vindi á morgun og snjókoma með köflum, 8-15 m/sek síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Ökutæki hafa verið föst á Fagradal, þ.á.m. flutningabíll með tengivagn, þar sem er þæfingur og mikil blinda. Blindbylur er á flestum vegum og þungfært. Ófært er á Mjóafjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi. Þriggja bíla árekstur varð skammt frá álverinu í Reyðarfirði þar sem ekið var á sjúkraflutningabíl með viðvörunarljósum og annar árekstur í Fáskrúðsfirði, á Dalavegi. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki.97339_63_preview.jpg

Vatnajökulsþjóðgarður - umhverfi og samfélag

Þróunarfélag Austurlands mun stýra verkefninu Vatnajökulsþjóðgarður, umhverfi og samfélag, og vinna það í samvinnu við Atvinnuþróunarfélög Þingeyinga og Suðurlands. Unnin verður markviss stefnumótunaráætlun fyrir samfélagið í heild þar sem hugsað verður til framtíðar þjóðgarðsins en ekki síður samfélagsins í og við hann.

Lesa meira

Höttur getur enn sloppið

Höttur á enn möguleika á að bjarga sér frá falli úr 1. deild karla í körfuknattleik eftir að liðið vann Laugdæli á Egilsstöðum um helgina. Þróttarstúlkum tókst ekki að koma í veg fyrir að HK yrði deildarmeistarar í blaki þótt þær ynnu fyrri leik liðanna á Norðfirði.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.