Stormviðvörun við austurströndina

Enn er vont veður til fjalla á Austurlandi og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar má búast við að vegir verði ófærir eftir að þjónustu líkur í kvöld. Í fjórðungnum er mikil ófærð, stórhríð og skafrenningur. Um kl. hálftíu í kvöld var þæfingsfærð á Fagradal, á Oddsskarði og með ströndinni. Veðurstofan varar við stormi við austurströndina sem gangi ekki yfir fyrr en á morgun.

Versnandi veður í fjórðungnum

Vegfarendur eru beðnir um að afla upplýsinga um færð áður en lagt er upp, því nú er færð tekin að spillast í fjórðungnum. Þar sem fært er, segir Vegagerðin vera krapa eða snjóþekju og mjög hált er með ströndinni. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s í nótt og fram eftir degi á morgun, hvassast við norður- og austurströndina. Talsverð snjókoma, einkum á N- og NA-landi, en þurrt að mestu sunnan heiða. Minnkandi norðanátt seint á morgun og dregur úr ofankomu. Frost 0 til 10 stig.

97339_63_preview.jpg

Nýr Austurgluggi kominn út

Að vanda er fjölbreytt efni í fréttablaði Austfirðinga. Fjallað er meðal annars um endurfundinn íshelli í Eyjabakkajökli, stóra samhæfingaræfingu björgunarsveita á Austurlandi, opinber störf tíkurinnar Codie og litið er inn á opnun 700.IS Hreindýralands. Samfélagsspegillinn er í höndum Andrésar Skúlasonar á Djúpavogi og aðsendar greinar fjalla um Norðfjarðargöng og upplifun útlendings sem starfað hefur á Austurlandi síðustu árin. Auk frétta og íþrótta er svo matgæðingurinn sívinsæli með sínar lokkandi uppskriftir. Fæst á betri blaðsölustöðum.

agl_kominn_t.jpg

Brjálað veður á Austurlandi

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.

hreksstaalei_vefur.jpg

Lesa meira

Eigum við okkur framtíð?

Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar:    Eftir hrun bankanna í október síðastliðnum höfum við sem búum hér í þessu landi þurft að taka margt til endurskoðunar. Spurningar sem hafa vaknað hjá mér persónulega eru til dæmis:  Hvers vegna voru gildin sem okkur voru kennd s.s heiðarleiki, réttlæti og styrkur ekki í hávegum höfð?

Lesa meira

Skapar væntanlega 15 ný störf

Ýmsar tillögur Norðausturnefndarinnar virðast ætla að verða að veruleika. Nýsköpunarmiðstöð mun verða sett á fót á Egilsstöðum og Húsavík fyrripart ársins og koma á upp mennta-, menningar- og nýsköpunarsetri á Vopnafirði. Á að veita átta milljónum króna til verkefnisins og ráða í 1,5 stöðugildi. Þá stendur til að ráða einn starfsmann á Seyðisfirði til að samþætta þar ýmiss konar menningarstarfsemi með aðkomu menningarstofnana sem þar eru fyrir.

Lesa meira

Vonskuveður og ekki ferðafært

Skólahald fellur víða niður á Austurlandi vegna veðurs. Upplýsingar eru um að ekki verði skóli á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Fellaskóla né á Eiðum.  Nú er stórhríð á Norðausturlandi og mjög hvasst á Austurlandi; 25 til 30 m/sek í fjörðum allt frá Höfn og norður úr. Ófært er víðast í fjórðungnum og ekkert ferðaveður. Lögreglan á Vopnafirði segir ófært innanbæjar og biður fólk að vera ekki á ferðinni. Væntanlega má segja hið sama um önnur þéttbýli. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, snjókomu og hvössu við norðaustur- og austurströndina. Minnkandi norðanátt seint í dag og dregur úr ofankomu. Norðaustan 8-15 og él norðantil seint í kvöld, en él um mest allt land á morgun. Frost 0 til 12 stig.

 veur_net.jpg

SSA ályktar vegna heilbrigðisþjónustu

Framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði á fundi sínum 23. mars. sl. um rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og sendi ráðherra heilbrigðismála:  ,,Eftir ágætan fund með þér heilbrigðisráðherra á Egilsstöðum 10. mars sl og síðan fund framkvæmdaráðs SSA með framkvæmdastjóra HSA 23. mars hafa málin eðlilega verið rædd hér heimafyrir. Þungi er allnokkur í umræðunni.  Það er krafa samfélagsins hér á Austurlandi að grunnþjónustan verði varin og hún ekki skert.

ssa.jpg

Lesa meira

Vegfarendur sýni aðgæslu

Snjókoma eða éljagangur er á norðan- og austanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Norðan og norðvestan 5-13 og víða dálítil él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur og þungfært um Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er hálka á öllum vegum og snjóþekja. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur og hálka er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði, skafrenningur og hálka á Fagradal Ófært er um Breiðdalsheiði og snjór og hálka á Vatnsskarði.

veur_net.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.