Hræðslan

Eiríkur Guðmundsson skrifar:    Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdarstjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er furðuleg fýr. Ég hef ekki vitneskju um hvar maðurinn er til heimils en miðað við síðustu yfirlýsingar hans býst ég við að hans híbýli sé stór og stæðilegur fílabeinsturn.

Lesa meira

Góður ársfundur trúnaðarmanna

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags 2009 var haldinn á laugardag. Fundinn sóttu um 50 trúnaðarmenn og fjöldi gesta. Fyrir fundinum lágu tvö meginefni; annars vegar um störf trúnaðarmanna og tengsl þeirra við félagið og hlutverk sem talsmaður verkalýðshreyfingarinnar á vinnustöðum, en hins vegar um hrun bankakerfis og enduruppbyggingu.

Gestir fundarins voru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, Jóhann Tryggvason, æskulýðs-og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og formaður Félags fjárfesta.

afl_trnaarmannafundur.jpg

VG með aukið fylgi í NA á kostnað Framsóknar

Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Capacent Gallup mælir fyrir Fréttastofu Ríkisútvarpsins vikulega fylgi við stjórnmálaflokkana og sagði svæðisútvarpið frá þessu í fréttum sínum í gær.

kosningar.jpg

Lesa meira

Til fundar við Jökul og Drífanda

Karlakór Akureyrar-Geysir (KAG) heldur í söngferð um Austurland eftir páska og slæst þar í för með félögum sínum á Hornafirði og Héraði. Í tilkynningu segir að föstudaginn 17. apríl sameinist KAG og Karlakórinn Jökull á Hornafirði og enda þeir daginn á tónleikum í Hafnarkirkju. Laugardaginn 18. apríl halda Akureyringarnir til Héraðs og sameinast þar Karlakórnum Drífanda og halda tónleika með þeim í Egilsstaðakirkju á laugardagskvöld.

kag_vefur.jpg

Lesa meira

Valgerður hætt stjórnmálavafstri

Valgerður Sverrisdóttir, annar þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur nú setið sinn síðasta þingfund og gefur ekki kost á sér til framhaldandi þingsetu. Valgerður sat á Alþingi í tuttugu og tvö ár. Hún hefur gegnt þingflokksformennsku og var ráðherra í átta ár, fyrst sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra og síðar sem utanríkisráðherra.

valgerur.jpg

Lesa meira

Reiðir sjálfstæðismenn

Björn Valur Gíslason skrifar:    Sjálfstæðismenn standa nánast á öndinni af vanþóknun yfir því að tilraun sé gerð til að bjarga tveim fjárfestingabönkum frá hruni. Bankarnir sem hér um ræðir eru VBS fjárfestingabanki og Saga Capital. Því er haldið fram að bankarnir tveir hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu af hálfu fjármálaráðuneytisins, lán á vildarkjörum sem öðrum bjóðast ekki. Gagnrýni sjálfstæðismanna hefur fyrst og fremst beinst að samningi ráðuneytisins við Saga Capital en það jafnvel gefið í skyn að fjármálaráðherra sé að hygla þar vinum sínum eða flokksmönnum. Fátt er jafn fjarri sanni.

bjrn_valur_gslason.jpg

Lesa meira

Stjórnvöld virða ekki mannréttindi

Þorkell Ásgeir Jóhannsson skrifar:      Í fyrra var felldur úrskurður þess efnis, að íslenska ríkið fremdi mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum. Þessi úrskurður kom frá ekki minni stofnun en mannréttindaráði SÞ og var í samræmi við mannréttindasáttmála SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Lesa meira

Fyrir austan – hvar er það?

Halldóra Tómasdóttir skrifar:      Fimmtudaginn 20. júlí 2006 keyrðum við fjölskyldan upp úr Norrænu og fórum sem leið lá upp í Fljótsdalinn. Í Fljótsdalnum beið hús þar sem við ætluðum að eiga heima næstu árin. Fyrir þennan örlagaríka dag voru ferðir mínar um Austurland teljandi á fingrum annarrar handar.

Lesa meira

Eini flokkurinn sem reynir að stöðva skriðuna

,,Þegar sjást mikil merki þess hversu óráðlegt er að þjóðin nýti kosningar til að koma á hreinni vinstri stjórn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundi á Egilsstöðum í gærkvöld.  Sigmundur Davíð ásamt Birki Jóni Jónssyni, Huld Aðalbjarnardóttur og Svanhvíti Aradóttur funduðu á Hótel Héraði og voru þar um áttatíu manns. Í gærdag hittu þau fólk víðar á Austurlandi.

framskn_fyrsta.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.