
Fyrir nokkrum árum bar fundi okkar Steigríms fjármálaráðherra saman í heita pottinum á Egilsstöðum. Hann, hress að vanda, segir: „Þið eruð nú búnir, Austfirðingar, að afþakka öll jarðgöng!“ Ég vildi vita hvað hann ætti við og það stóð ekki á útskýringunni: „Nú, á meðan þið rífist eins og hundar um það hvar eigi að bora, fáið þið ekki neitt.“
Er sagan nú að endurtaka sig, hvað varðar þjóðveg eitt og Öxi? Vonandi ekki, og í þeirri von að samstaða geti náðst eru þessi orð sett á blað.