
Næstkomandi laugardag munum við ganga til kosninga og velja okkar fulltrúa á Stjórnlagaþing Íslendinga. Stemmingin er sérstök, engar skoðanakannanir hafa verið haldnar, persónukjör er viðhaft í fyrsta sinn og niðurstöður 1000 manna þjóðfundar eru svo bæði okkur og frambjóðendum til leiðsagnar.
Ég hef talsvert velt vöngum yfir því hvern skal kjósa og ekki síður um hvað er verið að kjósa um? Niðurstöður þjóðfundar í stuttu máli snúast um þrískiptingu valds, persónukjör, landið eitt kjördæmi og auðlindir í þjóðareign. Er þetta ekki hið besta mál?