
Breiðdælingar mega sannarlega vera stoltir af Breiðdalssetri eins og það er að þróast. Gamla kaupfélagið er orðið menningarhús okkar. Þar fer fram áhugaverð stafsemi sem sannarlega er allrar athygli verð.
Tilefni þessara skrifa er Málþing um Stefán Einarsson, einn af bestu sonum Breiðdals, sem starfaði reyndar lengstan hluta starfsævi sinnar í Bandaríkjunum, sem prófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore. en málþingið var haldið laugardaginn 11. júní og í framhaldi af því var opnuð sýning um ævi og störf Stefáns.