Þrumur og eldingar í nótt

Það rigndi óskaplega sums staðar á Austurlandi í nótt og varð vart við þrumur og eldingar þegar klukkan nálgaðist 01. Slíkt er heldur sjaldgæft hér um slóðir. Heldur er að létta til og búist við ágætu veðri með 15-23 stiga hita í dag þó hangi í súld með köflum. Spáð er rigningu aftur í nótt og fram á þriðjudag, en þá er sú gula víst væntanleg að nýju. Hiti á að vera frá 10 upp í 18 stig næstu daga.

elding.jpg

Hreindýraveiðileyfi staðfest í dag

30. júní rann út frestur til að greiða fyrir hreindýraveiðileyfi. Þeir sem ekki greiddu missa leyfið og verður þeim úthlutað til fólks sem er á biðlista eftir leyfum. Til stendur að staðfesta gild veiðileyfi í dag.

417425a.jpg

Lesa meira

Bongóblíða á Austurlandi

Nú er sannkölluð sumarblíða á Austurlandi og hiti um og yfir 22 stig og hvergi lægri en 15 gráður. Heiðskírt er víðast um fjórðunginn og hægur vindur. Margt er ferðamanna um allar trissur og tjaldsvæði víða þétt setin.2002_0107strasandfell2506090065.jpg Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.

Lesa meira

29 milljónir í bætur vegna vinnuslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrum starfsmanni fyrirtækisins tæplega 29 milljónir króna með vöxtum í bætur vegna vinnuslyss sem varð haustið 2005. Maðurinn krafðist ríflega 47 milljóna í skaðabætur.

heradsdomur_reykjavik_logo_549331046.gif

Lesa meira

Þrír austfirskir sigrar í gærkvöldi

Fjarðabyggð vann Þór Akureyri 2-0 á Eskifjarðarvelli í gær. Höttur vann ÍH/HV á útivelli 1-2 og Einherji rúllaði yfir Draupni 5-0.

Lesa meira

HSA: Ríflega 250 milljóna króna niðurskurður á árinu

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið gert að skera niður um 55-60 milljónir króna í viðbót við áður fyrirhugaðan 200 milljóna króna niðurskurð ársins. Tímabundinna lokanna má vænta á ákveðnum starfsstöðum. Öll bráða- og neyðarþjónusta verður starfrækt áfram.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Austurglugginn er kominn út, fjölbreyttur og fróðlegur að vanda. Fjallað er meðal annars um fjölmenna gönguviku í Fjarðabyggð, nýstárlegar tónlistarsumarbúðir, fund Framtíðarinnar lifir sem haldinn var nýverið í Möðrudal, jazzhátíð JEA, minningartónleika um Helga Arngrímsson og nýja kvikmynd Steingríms Karlssonar sem tekin verður upp á Austurlandi. Þá er fótbolta vikunnar og öðrum íþróttaviðburðum gerð góð skil, auk annarra íþrótta og frétta. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

bros.jpg

Hættulegur sparnaður

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, yfirflugstjóri Mýflugs skrifar um sjúkraflug:     Þessi grein er ekki skrifuð til höfuðs ríkisstjórninni, stjórnmálasamtökum eða nokkrum opinberum stjórnvöldum. Enda er mér ljóst að enginn, í sporum núverandi landsfeðra okkar, er öfundsverður af sínu hlutskipti um þessar mundir, þar sem stoppa þarf í fjárlagagöt upp á hundruð milljarða, jafnvel svo að öryggishagsmunir hafa orðið að víkja. Nægir að benda á hvernig komið er fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. En ég tel mig knúinn til að koma á framfæri áhyggjum mínum um atriði þessu tengd, sem varða lífsgæði og -öryggi landsbyggðarfólks með beinum hætti, en þó þannig að fáum er það fullljóst.

orkell_sgeir_jhannsson_yfirflugstj_mflugs.jpg

Lesa meira

Fasteignamat á Austurlandi hækkar um 4,6%

Allt íbúðarhúsnæði landsmanna er metið með nýjum og endurbættum aðferðum í fasteignamati ársins 2010 sem tekur gildi um næstu áramót. Heildarfasteignamat íbúðarhúsnæðis á Austurlandi hækkar um 4,6%. Fasteignaskrá Íslands hefur sent út tilkynningar til fasteignaeigenda um allt land þar sem nýja matið er kynnt. Fasteignamat ársins 2010 miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2009 og er frestur til að gera athugasemdir við nýja fasteignamatið til 24. júlí 2009.

hsbygging.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.