
Hesthúsabyggðin í Fagrafirði skartar sínu fegursta þennan morgun. Sólin skín og spóinn vellur í móa. Hrossin, sem eru stolt eigenda sinna kljást í gerðunum. - Vorið er komið. Hestamaður er að leggja á hestana sína fyrir framan eitt gerðið. Hann er að undirbúa þjálfunarferð og er með þrjá til reiðar. Margt þarf að sýsla, velja rétta múlinn á skjótta folann og trausta teymingargjörð á þann mósótta. Hestur knapans er glæsilegur rauðblesóttur, ættaður frá Sauðárkróki. Hestarnir bryðja mélin og krafsa í jörðu. Óþreyja vorsins liggur í loftinu.