Orkumálinn 2024

Amiina í strandferð

Strengjasveitin Amiina heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina. Klukkan fimm í á föstudag kemur sveitin fram í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og á laugardag verður spilað við Dalatangavita klukkan fjögur.

 

Lesa meira

Geislaþytur

Út er komin bókin Geislaþytur, Úrval sagna og ljóða eftir Gunnar Valdimarsson. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi gefur út.

Formála að bókinni ritar Þorsteinn Gunnarsson, sonur skáldsins. Hann rekur stuttlega ævi föður síns og segi hana áhugaverðan spegil á líf íslensks alþýðufólks á tuttugustu öldinni.

geislaytur_vefur.jpg

Lesa meira

Austurland og lífsgarðyrkjan

Austurland. Mitt fagra Austurland. Í hringiðu atburðanna en þó svo órafjarri öllum alheimslegum  nöflum. Þjakað af alheimskreppu, en þó ofurlítið til hliðar við hana. Og fólkið sem fjórðunginn byggir lætur ekki deigan síga, þó efnahagslega þurfi að venda seglum um stund; það heldur ótrautt áfram að gera sitt besta og leggja til samfélagsins.

Lesa meira

Stapamenn útiloka engar framkvæmdir

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Stapa, segir Lífeyrissjóðina tilbúna að skoða fjármögnun sérstakra framkvæmda. Engin sérstök verkefni hafi enn verið skoðuð og því ekki afstaða tekin til þeirra.

 

Lesa meira

Svívirðingunum ætlar ekki að linna

 

Nú kraumar sem aldrei fyrr í reiðikötlum íslensks almennings. Fólk er hreinlega brjálað yfir tilboði Björgólfsfeðga um að greiða helminginn af um sex milljarða króna skuld þeirra við Kaupþing vegna Landsbankakaupa og þá ekki síður að Kaupþing skuli telja það skoðunarvert. Þetta og skuldafjötrar íslensku þjóðarinnar vegna Icesafe og fleiri voðaverka er sem olía á eldinn sem snarkar í okkur flestum.

Lesa meira

Tarfur felldur um kaffileytið

Hreindýraveiðar hófust í gær og fyrstu fréttir af veiði voru af tarfi sem felldur var í landi Þuríðarstaða í Fljótsdal um kaffileytið í gær. Þá var tarfur skotinn í Skriðdal nokkru síðar og annar í Hjaltastaðarþinghánni snemma í gærkvöld. Jóhann G. Gunnarsson hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar telur að þrettán veiðimenn hafi verið við veiðar í gær. Veður til veiða er heldur önugt í dag, rigning, vindur, um tíu stiga hiti og skyggni takmarkað. Veiðimenn láta það þó væntanlega ekki aftra sér frá að halda galvaskir til veiða. hreindraskytta_vefur.jpg

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi og fréttir úr Fljótsdalsstöð

Austurglugginn er sprækur í sumrinu. Auk frétta er stiklað á öllum helstu menningarviðburðum, spjallað við Guðjón Braga Stefánsson afburðanemanda i Danmarks Designskole og bolti vikunnar tæklaður. Með Austurglugganum fylgir nú nýtt 12 síðna upplýsingarit frá Landsvirkjun; Fréttir úr Fljótsdalsstöð. Þar er meðal annars farið yfir rekstur Fljótsdalsstöðvar, vatnsstjórnun lóna, vöktun Hálslóns og hvernig mannvirki öll hafa staðið sig, mótvægisaðgerðir af ýmsu tagi og fleiri forvitnileg mál tengd stöðinni og rekstri virkjunarinnar. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

sunsmile.jpg

Trúin flytur fjöll og menn

Heimskur er heimaalinn hundur segir máltækið og ég hef alltaf verið sannfærð um að það er tóm vitleysa. Ekki á upplýsingaöld. Líklega myndi þó fátt hreyfast úr stað ef menn færu ekki tvist og bast um veröldina með hugmyndir sínar og framkvæmdir. Sumt gott, en annað talsvert verra.

Því er ég nú að skrifa þetta að til mín hrataði tilkynning um að góð hjón á Egilsstöðum séu á leiðinni til Afríkulandsins Kenía sem kristniboðar. Þau eru kannski fyrstu austfirðingarnir sem fara gagngert til Afríku í trúboð.

Lesa meira

Hreindýraskyttur farnar á stúfana

Hreindýraveiðitímabilið hófst í dag. Veiða má tarfa til 1. ágúst en eftir það einnig kýr og kálfa.

Tarfaveiðarnar út júlí eru skilyrtar á þann hátt að einungis má veiða tarfa sem eru ekki nálægt hreinkúm. Þá eru veturgamlir tarfar friðaðir. Veiða má 1.333 dýr á vertíðinni. 3.266 umsóknir um veiðileyfi bárust Umhverfisstofnun. Leiðsögumenn fóru með veiðimenn inn á veiðisvæði strax í nótt en ekki er vitað til að dýr hafi enn verið fellt. Veiðimenn eru hvattir til að nýta veiðitímabilið allt, en geyma ekki veiðar fram á síðasta dag. Veiðitímanum lýkur 15. september.

hreindr_renna_yfir_veginn_vi_grjtrgil_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.