Nýr Austurgluggi

Nýr Austurgluggi barst áskrifendum í dag. Þar er fyrirferðarmikil úttekt á tekjum 715 Austfirðinga. Við brugðum okkur einnig á Neistaflug, kynntumst Unglingalandsmóti og fyrstu umhverfisvottuðu byggingunni á Íslandi.

Þrjú svínaflensutilfelli eystra

Þrjú tilfelli af svínaflensu, H1N1, hafa greinst á Austurlandi. Unnið er að gerð viðbragðsáætlunar fyrir svæðið. Austfirðingar virðast almennt rólegir vegna flensunnar sem virðist fremur væg.

 

Lesa meira

Amiina í strandferð

Strengjasveitin Amiina heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina. Klukkan fimm í á föstudag kemur sveitin fram í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og á laugardag verður spilað við Dalatangavita klukkan fjögur.

 

Lesa meira

Unglingalandsmótið austur 2011

Unglingalandsmót UMFÍ árið 2011 verður haldið á Fljótsdalshéraði í umsjón UÍA. Þetta var tilkynnt við setningarathöfn Unglingalandsmótsins sem haldið er á Sauðárkróki um helgina í gærkvöldi. Keppendur eru um 1600 og er mótið það fjölmennasta til þessa.

 

Lesa meira

Tveir toppleikir

Höttur og Fjarðabyggð spiluðu bæði í kvöld leiki sem voru bráðskemmtilegir fyrir hlutlausa áhorfendur. Leikirnir voru erfiðari fyir aðstandendur liðanna og þau sjálf.

 

Lesa meira

Stapamenn útiloka engar framkvæmdir

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins Stapa, segir Lífeyrissjóðina tilbúna að skoða fjármögnun sérstakra framkvæmda. Engin sérstök verkefni hafi enn verið skoðuð og því ekki afstaða tekin til þeirra.

 

Lesa meira

Porta skattakóngur

Gianni Porta, yfirmaður Impregilo á Íslandi, greiðir hæstu skattana á Austurlandi í ár, rúmar sautján milljónir króna. Tveir skipstjórar frá Höfn fylgja næstir. Sjómenn eru áberandi á listanum yfir tíu gjaldahæstu einstaklingana í umdæmi skattstjórans á Austurlandi í ár. 

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi og fréttir úr Fljótsdalsstöð

Austurglugginn er sprækur í sumrinu. Auk frétta er stiklað á öllum helstu menningarviðburðum, spjallað við Guðjón Braga Stefánsson afburðanemanda i Danmarks Designskole og bolti vikunnar tæklaður. Með Austurglugganum fylgir nú nýtt 12 síðna upplýsingarit frá Landsvirkjun; Fréttir úr Fljótsdalsstöð. Þar er meðal annars farið yfir rekstur Fljótsdalsstöðvar, vatnsstjórnun lóna, vöktun Hálslóns og hvernig mannvirki öll hafa staðið sig, mótvægisaðgerðir af ýmsu tagi og fleiri forvitnileg mál tengd stöðinni og rekstri virkjunarinnar. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

sunsmile.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.