
Ég lauk mastersnámi í fatahönnun síðastliðið vor frá Kolding school of design í Danmörku. Síðan að ég lauk náminu er ég búin að fást við ýmislegt, taka þátt í hönnunarsamkeppnum, starfa í framleiðslunni hjá áströlskum fatahönnuði sem heitir Sruli Recht, skipuleggja viðburði tengda fatahönnun á vegum Fatahönnunarfélags Íslands og taka þátt í austfirsku hönnunarverkefni styrkt af Þorpinu og Nýsköpunarmiðstöð íslands.