
Ég er í prófkjöri, býð mig fram í 4 – 6 sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Segja má að ég sé austfirskur Akureyringur. Fædd og uppalin í Bakkafirði, ættuð að austan, hef búið á Akureyri í 10 ár. Ég er móðir tveggja barna. Lærður sjúkraliði, með BA próf í sálfræði og kennsluréttindi. Starfa sem kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, á sæti í samfélags- og mannréttindanefnd, og er fulltrúi Samtaka í stýrihóp um innleiðingu aðalnámskrár að skólanámskrám grunnskóla Akureyrar.