Skógræktarfélag Íslands veitir viðurkenningar

74. aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 28.-30. ágúst 2009. Skógræktarfélag A-Skaftfellinga var gestgjafi fundarins að þessu sinni. Fundinn sóttu á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaganna, alls staðar af landinu, og tókst fundurinn vel. Fimm viðurkenningar voru veittar fyrir störf í þágu skógræktar og fengu þær Guðjón Sveinsson og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Breiðdæla, Guðjón Jónsson frá Fagurhólsmýri, Bjarni Hákonarson og Finndís Harðardóttir, Gróðrarstöðinni Dilksnesi, Ingimar Sveinsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Djúpavogs og Björn Bjarnarson, Landgræðslu ríkisins.adalfundursi-mynd1.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga þessarar viku er m.a. fjallað um útlitið í síld- og loðnuveiðum í vetur og rætt við forsvarsmenn Síldarvinnslunnar og Eskju. Fjallað er um hlut Austurlands í heildaraflaverðmæti fyrri árshelmings, málefni lífeyrissjóðsins Stapa og yngsti prestur landsins, Þorgeir Arason, og fráfarandi forstjóri Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson eru teknir tali. Að auki eru myndir frá Ormsteiti og fleira forvitnilegt. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

upphropun.jpg

Afli og aflaverðmæti eystra rýrnaði

Verðmæti þess afla sem verkaður var á Austurlandi minnkaði um tæpar 330 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins saman borið við sama tímabil í fyrra. Aflaverðmæti íslenska flotans í heild jókst á móti um tvo milljarða og man tæpum fjörutíu og tveimur milljörðum króna.

 

Lesa meira

Fjölbreytt dagskrá á menningarminjadegi

Menningarminjadagur Evrópu verður haldinn sunnudaginn 6. september n.k. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Á Austurlandi og Norðausturlandi verða tveir viðburðir. Á Bustarfelli í Hofsárdal í Vopnafirði verður opið milli 10:00 og 18:00 og er aðgangur ókeypis í tilefni af menningarminjadeginum. Bærinn er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins Bustarfelli. Þá mun Inga Sóley Kristjönudóttir minjavörður Fornleifaverndar ríkisins á Austurlandi kynna heiðarbýlið Hlíðarenda. Mæting er við afleggjarann að Sænautaseli kl. 13:00. Um 10-15 mínútna gangur er að býlinu og er nauðsynlegt að gestir mæti vel skóaðir og klæði sig eftir veðri.

burstarfell1.jpg

Lesa meira

AFL spyr hverjir sæti ábyrgð hjá Stapa

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags telur eðlilegt að stjórn Stapa Lífeyrissjóðs skýri hvort og hverjir verði kallaðir til ábyrgðar vegna mistaka sem urðu til þess að kröfu lífeyrissjóðsins vegna nauðungarsamninga Straums-Burðaráss var lýst of seint. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag.

 

Lesa meira

Skólastarf að hefjast

Grunnskólar Austurlands verða settir í vikunni og opna þá dyr sínar fyrir á fimmtánda hundrað börnum og unglingum. Þar af eru um 125 börn að byrja í 1. bekk. Í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands hefja samtals um 530 nemendur nám í dagskóla.

nemendur.jpg

Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna stíflurofs að verða tilbúin

Viðbragðsáætlun vegna stíflurofs Hálslóns er að tilbúin en hefur ekki verið undirrituð. Ný viðbragðsáætlun vegna flugslyss á Egilsstaðaflugvelli verður prufukeyrð í næstu viku og unnið að viðbragðsáætlun vegna inflúensu og stíflurofs við Hraunaveitu.

 

Lesa meira

Milljarða kröfulýsing gleymdist

Krafa Lífeyrissjóðsins Stapa vegna nauðasamninga Straums-Burðaráss barst of seint. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða hjá Lögmannsstofunni ehf. vegna misskilnings á auglýsingu um kröfulýsingarfrestinn. Lögmannsstofan fer með málið fyrir hönd sjóðsins eins og mörg fleiri.

 

Lesa meira

Glæsilegir sigrar

Fjarðabyggð vann mikilvægan sigur á HK á útivelli í dag í toppbaráttu 1. deildar karla. Huginn tryggði sér sæti í úrslitakeppni þriðju deildar og Höttur á að vera laus við fallbaráttuna eftir sigur á KS/Leiftri.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.