Orkumálinn 2024

Nýr Austurgluggi

Í nýjum Austurglugga má meðal annars lesa um áform Alcoa Fjarðaáls um að reisa kersmiðju sem skapa mun mörg ný störf, 47 ára farsælt starf Lellýar (Þuríðar K. Guðlaugsdóttur) með reiðfirsku ungviði, 30 ára afmæli Menntaskólans á Egilsstöðum í vikunni og 90 ára minningu Alþýðuskólans á Eiðum. Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður skrifar um atvinnumál og sagt er frá því þegar Smári Geirsson talaði á tímabili eins og erkiíhald og knúskyssti Framsóknarkonur. Blað allra Austfirðinga fæst á betri blaðsölustöðum.

koss.jpg

Gönguleiðir makríls rannsakaðar

Fjögur íslensk tog- og nótaskip hafa undanfarna daga tekið þátt í makrílrannsóknum fyrir Austur- og Suðausturlandi sem skipulagðar eru af Hafrannsóknastofnun. Meðal skipanna er Ingunn AK, sem HB Grandi gerir út, og lauk skipið yfirferð sinni í nótt sem leið að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda.

makrill.jpg

Lesa meira

Austurland verði eitt sveitarfélag

Þau miklu tímamót urðu í austfirsku sveitastjórnasamstarfi í dag að aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) samþykkti að vinna að því að Austurland, þ.e. svæðið frá Vopnafjarðarhreppi til Djúpavogshrepps yrði eitt sveitarfélag. Tillagan var samþykkt samhljóða. Þetta er tímamótaverkefni sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi.

ssa.jpg

Lesa meira

Komast ekki á æskulýðsmót vegna H1N1

Hundrað og tuttugu börn úr æskulýðsfélögum kirkjunnar á Austurlandi fá ekki að fara á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar vegna ótta við H1N1-flensuna. Halda á mótið í Vestmannaeyjum um næstu helgi og höfðu 570 börn verið skráð á mótið.

hsti.gif

Lesa meira

Unnið að samþykkt erlendra krafna

Vel hefur gengið að fá innlenda kröfuhafa til að samþykkja kröfur lífeyrissjóðsins Stapa í bú Straums Burðaráss. Unnið er að því að fá samþykki erlendra kröfuhafa.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi

Í fréttablaði Austfirðinga er þessa vikuna m.a. fjallað um þær breytingar sem í vændum eru hjá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, en aðalfundur samtakanna stendur nú á Seyðsfirði. Skoðað er hvað Vísindagarðurinn snýst um, sagt frá nýrri bók sem gefin var út í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Vilhjálms Einarssonar silfurmanns og birtar fleiri spurningar til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um aðskiljanleg málefni. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

stormur.jpg

Nýr Austurgluggi

Að vanda er margt forvitnilegt í fréttablaði Austurlands. Má þar nefna viðtal við Tinnu Halldórsdóttur um niðurstöður rannsóknar hennar á hag austfirskra kvenna og afrakstri þeirra á uppgangstímanum kringum virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir og viðtal við ungan Austfirðing, Birnu Pétursdóttir, sem er að stíga sín fyrstu skref í virtum leiklistarskóla á Bretlandseyjum. Hákon Viðarsson, starfsmannstjóri Síldarvinnslunnar gefur fínar uppskriftir fyrir helgina og sagt er í máli og myndum frá skemmtilegum göngudegi á Fáskrúðsfirði. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

feminist.jpg

Nýr Austurgluggi

Í Austurglugga vikunnar er fjallað nánar um tímamótaákvörðun austfirskra sveitarfélaga um að stefna að heildarsameiningu og kynnt fjögur af um 60 verkefnum Vaxtarsamnings Austurlands; kurlkyndistöð í Hallormsstað, Austfirskar krásir, efling lífrænnar framleiðslu og vetrarferðaþjónusta. Rannveig Þórhallsdóttir ritar minningarorð um Önnu á Hesteyri og Hjörleifur Guttormsson um Eggert Brekkan. Þá er fjallað um nýsköpunarkeppni grunnskóla og um kórsöng sem grætir jafnvel hörðustu nagla. Þetta og margt fleira í Austurglugganum í dag. Áskriftasími Austurgluggans er 477-1571.

allir_lesa_austurgluggann3.jpg

Aðalfundur SSA á morgun og laugardag

Samband sveitarfélaga á Austurlandi heldur 43. aðalfund sinn á Seyðisfirði á morgun og laugardag. Helstu viðfangsefni fundarins eru væntanlegar breytingar á starfi sambandsins og sóknaráætlun fyrir Austurland. Sjá meðfylgjandi dagskrá.

ssa.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.