Hafði hag af sölu Malarvinnslunnar til KHB

Fyrirtæki í eigu fyrrverandi framkvæmdastjóra Þróunarfélags Austurlands þáði 26 milljóna króna greiðslu við sölu Malarvinnslunnar til Kaupfélags Héraðsbúa haustið 2007. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í svæðisfréttum sínum í dag.

Lesa meira

Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands hættur

Stjórn Þróunarfélags Austurlands hefur fallist á ósk framkvæmdastjóra félagsins, Stefáns Stefánssonar, um að hann fái að láta af störfum þar sem hann hefur ákveðið að skipta um starfsvettvang. Skipuð hefur verið framkvæmdastjórn með fulltrúum Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs, sem mun vinna með starfsmönnum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.

haus.gif

Nýr Austurgluggi

Austurgluggi þessarar viku hefur auk frétta meðal annars að geyma umfjallanir um Þorpið, nýtt og forvitnilegt samstarfsverkefni Þróunarfélags, Þekkingarnets og Menningarráðs Austurlands og Þjóðahátíð Austfirðinga, sem haldin verður á Vopnafirði á morgun. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

multicultural.jpg

Hér eiga allir sína eigin pumpu

,,Austfirðingar eru einstaklingshyggjumenn og hugsa ekki um sig sem heild; hver er sinnar gæfu smiður, ég bjarga mér, ég á mína eigin pumpu.“ Þetta segir Tinna Halldórsdóttir, sem gert hefur rannsókn á stöðu kvenna á Austurlandi, að tilstuðlan Tengslanets austfirskra kvenna. Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún tók ítarleg viðtöl við fjórtán konur í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði og lagði niðurstöðurnar fyrir rýnihóp.

tinna_halldrsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Lesblindudagur 30. október

Föstudaginn 30. október mun Þekkingarnet Austurlands í samvinnu við Skólaskrifstofu Austurlands og fleiri fræðslustofnanir standa að málþingi um lesblindu. Dagskráin er mjög fjölbreytt og ætti að höfða til allra þeirra sem málið snertir. Málþingið er haldið í Fróðleiksmolanum (Afls-húsinu) á Reyðarfirði og hefst kl. 12:30. Málþingið er öllum opið.

lesblinda.jpg

Lesa meira

Stuðningur heimamanna skiptir sköpum

Vaxtarsamningur Austurlands hefur stutt við um 60 verkefni til atvinnusköpunar á Austurlandi. Verkefnin eru misstór og ná yfir alla geira, þar á meðal iðnað, framleiðslu, ferðaþjónustu, sjávarútveg, menningu, matvæli og landbúnað. Samningurinn er innan vébanda Þróunarfélags Austurlands.

vaxa-logo.jpg

Lesa meira

Nýr Austurgluggi - Dagar myrkurs

Austurglugga vikunnar fylgir innblað um Daga myrkurs með dagskrá hátíðarinnar og umfjöllunum um einstaka viðburði. Auk frétta o.fl. má í blaðinu finna grein forstjóra Alcoa á Íslandi um orku- og auðlindaskatt og svör bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs við fyrirspurnum um ýmsa þætti í rekstri sveitarfélagsins. Austurglugganum er að þessu sinni dreift til allra heimila á Austurlandi án endurgjalds. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda póst gegnum ,,Hafa samband"-flipann hér að ofan.

haustmynd.jpg

Nýtt þorp á Austurlandi

Nú í vikunni stendur yfir kynning á hönnunar og nýsköpunarverkefninu Þorpinu – skapandi samfélagi á Austurlandi. Í gærkvöld var önnur kynning af tveimur og hin síðari verður í kvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Blásið verður svo til málþings á Eiðum nú á fimmtudagskvöld.  Meginhugmynd Þorpsins er atvinnusköpun á sviði hönnunar og framleiðslu á nytjahlutum.

gamla_trsmijan_vefur.jpg

Lesa meira

AFL stefnir umsjónarmönnum peningamarkaðssjóðs Landsvaka

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags mun fela lögmönnum félagsins að stefna umsjónarmönnum peningamarkaðssjóðs Landsvaka vegna þess tjóns sem félagið varð fyrir við uppgjör sjóðsins.

Tilefni stefnunnar er að félagið telur að sjóðsstjórar Landsvaka hafi blekkt félagið til fjárfestinga þegar ljóst var að áhættudreifing var óásættanleg.

afl.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.