Dragnótaveiðar við Ísland Til stuðnings Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra

Dragnótin er líklega vistvænasta veiðarfærið sem notað er við Ísland í dag og hefur verið frá því veiðar með dragnót hófust um miðja 19 öldina. Veiðisvæði dragnótar spannar einungis um 3-5% af landgrunninu innan lögsögu Íslands.
Ástæður þessa takmörkuðu veiðislóðar dragnótarinnar eru þær að dragnót er einungis hægt að nota á leir, malar og sandbotni. Veiðar með dragnót á mörgum veiðisvæðum við landið eru einnig mjög árstíðabundnar vegna breytilegrar göngu ýmisa fisktegunda.

 

Lesa meira

Lýðræði í Fjarðabyggð

Eftir nokkrar vikur verður kosið um það hverjir fara með vald fólksins í sveitarfélaginu Fjarðabyggð næstu fjögur árin. Við í Fjarðalistanum teljum eflingu lýðræðis eitt mikilvægasta verkefni næsta kjörtímabils og í þessari grein viljum við gera grein fyrir hugmyndum okkar um hvernig hrinda megi lýðræðisumbótum í framkvæmd í Fjarðabyggð.

 

Lesa meira

Hversu nauðbeygð erum við?

Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Enn eru menn að bíða eftir að eitthvað gerist í atvinnuuppbyggingu, Samtök Atvinnulífsins hafa sagt sig frá hinum fræga stöðugleikasáttmála vegna þess hve seint og illa gengur að þeirra mati. Það hefur þó ekki vantað hugmyndir, sem betur fer líka. Þær eru þó misgóðar, eins og alltaf er hætt við.

Lesa meira

Bæjarsátt um bæjarstjóra

Eitt fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar verður ráðning bæjarstjóra. Í síðustu grein fórum við yfir það hvernig við hugsum okkur að efla megi lýðræðið með því að auka möguleika kjörinna fulltrúa til að takast á við þá pólitísku ábyrgð sem þeim er lögð á herðar að loknum kosningum.

 

Lesa meira

Hvað þarf til að Framsóknarflokkurinn njóti sannmælis

Um siðfræði er sagt að öll eigum við einhvers staðar innra með okkur siðareglur. Þegar við hneykslumst á einhverju athæfi eða fyllumst réttlætiskennd er það vegna þess að farið hefur verið út fyrir þau mörk sem siðareglurnar setja okkur, hvort sem þær eru til á pappír eða ekki.
Einhverjir hafa líkt siðareglum við náttúrulög og segja þau boð skynseminnar sem best er lýst með því að segja Gullnu regluna fram með öfugum formerkjum eða -gerðu ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér-.

Við þörfnumst ekki prentaðra siðareglna í vinahópi okkar eða fjölskyldu, en í starfi geta þær verið alveg nauðsynlegar, eins og mörg dæmi hafa sýnt.

 

Lesa meira

ME tapaði fyrir MR í Gettu betur

Lið Mentaskólans á Egilsstöðum tapaði fyrir liði Menntaskólans í Reykjavík í undanúrslitum spurningakeppninnar Gettu betur fyrr í kvöld.

Lesa meira

Til að treysta stjórnvöldum

Fátt spillir ráðamönnum jafn mikið og þegar þeim finnst það sjálfsagt að þeir ráði. Við sem þjóð verðum að hætta að hugsa um framsal valds okkar sem sjálfsagðan hlut og skoða upp á nýtt hvaða leikreglur þurfa að vera til staðar til að við getum treyst handhöfum okkar valds til að misfara ekki með það. Lög og reglur duga skammt ef valdhafar geta breytt þeim sjálfir. Við þurfum því nýja stjórnarskrá sem tekur aðeins breytingum með þjóðaratkvæðagreiðslum.

Lesa meira

Um endurbyggingu gamalla húsa í Fjarðabyggð

Í Austurglugganum 26. mars síðastliðinn birtist grein eftir Elmu Guðmundsdóttur þar sem hún gerir meðal annars endurbyggingu gamalla húsa í Fjarðabyggð að umtalsefni. Sérstaklega fjallar Elma um áform um endurbyggingu Franska spítalans á sínum upphaflega stað á Fáskrúðsfirði og endurbyggingu Gamla Lúðvíkshússins í Neskaupstað. Í tilefni af grein Elmu vill undirritaður koma nokkrum mikilvægum upplýsingum á framfæri:

 

Lesa meira

Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu íslensks lýðveldis

Mér finnst að íslenska þjóðin eigi að fá að segja álit sitt á sem flestum málum og vonandi verður raunin sú þegar rafrænar leiðir til þess verða almennt viðurkenndar.  Með því að nýta tæknina spörum við tíma og peninga og getum oftar leitað álits þjóðarinnar á hvers kyns málum.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.