Vitlaus samgönguáætlun

BRÉF TIL BLAÐSINS

Guðmundur Karl Jónsson farandverkamaður skrifar:
gudmundur_karl.jpg

Fyrrverandi samgönguráðherra Sturla Böðvarsson skrifaði grein í Morgunblaðið 6 mars s.l.

 

Erfitt getur verið ná samkomulagi um hvaða jarðgangagerðir skuli vera framarlega á forgangslista. Alltof stór hópur landsbyggðarþingmanna hefur á undangengnum árum gengið gegn vilja heimamanna sem vildu að stutt veggöng á hringveginum hefðu forgang á undan Héðinsfjarðargöngunum undir Siglufjarðarskarð, Bröttubrekku, Klettsháls, Reynisfjall, Kleifaheiði, og lengri göng undir Lónsheiði, Vaðlaheiði, Hellisheiði eystri, Öxnadalsheiði og ný göng í stað gömlu Múlaganganna sem standa alltof utarlega. Fram kom í langtímaáætlun fyrir tímabilið 2007-2018 á Alþingi að gert var ráð fyrir framkvæmdum við jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, gerð Norðfjarðarganga sem ekki geta beðið öllu lengur og Lónsheiðargöng til að grjóthrun, aurskriður og snjóflóð hætti fyrir fullt og allt að hrella vegfarendur meira en orðið er. Að auki var gert ráð fyrir ráð fyrir jarðgöngum á Höfuðborgarsvæðinu, má þar nefna göng undir Öskjuhlíðina sem geta skipt miklu máli fyrir Reykjavíkursvæðið. Á þessum tímapunkti hefði fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluti líka átt að kynna sér möguleika á gerð Sundaganga sem talin eru arðbær framkvæmd. Skammarlegt er að deilur fyrrverandi stjórnarflokka við þáverandi stjórnarandstöðu skuli hafa stöðvað alla umfjöllun um þessa áætlun sem beið lokaumræðu og atkvæðagreiðslu í Samgöngunefnd Alþingis í aðdraganda kosninganna vorið 2007. Illa gengur að kveða niður efasemdaraddir í röðum Norðlendinga sem kalla það vitlausa samgönguáætlun að ákveða Héðinsfjarðargöng án fjárveitinga til atvinnuskapandi verkefna í Fjallabyggð. Meirihluti Norðlendinga sem berst fyrir gerð Vaðlaheiðarganga fullyrðir líka að það sé tímaskekkja að ákveða veggöngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á undan Dýrafjarðargöngum og nýjum jarðgangaverkefnum á Austurlandi sem þola enga bið að loknum stóriðjuframkvæmdum á Reyðarfirði. Því fylgir ónotaleg tilfinning þegar heimamenn í Fjallabyggð og við utanverðan Eyjafjörð heyra fréttir af því að snjóflóð geti síðar fallið á milli gangamunnana í Héðinsfirði. Á nýliðnum vetri féllu fleiri snjóflóð á veginum sunnan Múlaganganna með stuttu millibili án þess að starfsmönnum Vegagerðarinnar tækist að hreinsa burt flóðið sem féll á undan. Í stað þess að grafa stutt göng undir Skjöldólfstaðahnjúk á Jökuldal geta aurskriður og snjóflóð síðar kostað alltof mörg mannslíf á nýja veginum utan í hlíðinni sem Vegagerðin hefði átt að afskrifa fyrir fullt og allt. Heyrt hef ég fréttir af því að hæð snjóþyngsla á Öxi hafi farið í 8 metra, það getur vakið spurningar um hvort útboði vegarinns sem heimamenn í Berufirð og á Djúpavogi vilja fá kunni að verða frestað tímabundið á meðan ný göng til Norðfjarðar, Bolungarvíkur, undir Vaðlaheiði og milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar ganga fyrir. Tíminn leiðir í ljós hvort snjóflóð sem engin sér fyrir geti fyrr eða síðar hrellt vegfarendur ef þessi vegur verður lagður upp úr Berufirði í enn meiri hæð áður en hann kemur inn á vegin í brekkunni ofan við HEMRU. Tölfræðin sem notuð er til að reikna út arðsemi af meðalumferð færir aldrei gild rök fyrir því að heilsársvegir eigi heima í 500 til 600 m hæð yfir sjó. Sex til tíu metra há snjóþyngsli og veðurhæð á Öxi sem farið getur upp í 30 til 40 metra á sekúndu er aldrei hægt að afstýra. Engin vegfarandi verður spurður að því ef snöggar veðrabreytingar hrella þá í þessari hæð yfir sjávarmáli. Illyrt skeyti sem ég fékk vegna greinar í Austurglugganum 10 apríl s.l. breytir engu og er ekki svaravert. Allt tal um að samgönguráðherra hafi lofað því að engin jarðgöng á Austurlandi verði gerð næstu tvo til þrjá áratugina er fjarstæðukennt og villandi. Slíkar rangfærslur taka stuðningsmenn Héðinsfjarðarganga í fjórðungnum sjálfir upp úr töskunni sinni og hitta sjálfa sig í höfuðið. Með nýjum veggöngum milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar rofnar einangrun Fjórðungssjúkrahússins við Fjarðarbyggð og Suðurfirðina.    Guðmundur Karl Jónsson     farandverkamaður   Stangarholti 7   105 Reykjavík   Sími  696 7683

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.