Sveitarstjórnarpistill 3 – skipulagsmál 2: Þróun byggðar við vegamót

Þéttbýli, bæir og borgir hafa gjarnan byggst upp þar sem leiðir hafa verið greiðastar yfir ár, þar sem ár koma saman, við árósa eða þar sem hafnarskilyrði voru góð. Þar voru því í fyrstu aðeins vegamót.

Á mið-Héraði var því eðlilegt að þéttbýli yrði til. Þar var á Lagarfljóti náttúrulegt vað, þar var stutt að ferja, og á Eyvindará var þar vað, hvaðan leiðir lágu út og inn Hérað austanvert og til fjarða um Fjarðarheiði og Eyvindarárdal greiðfærustu leið austan árinnar. Lagarfljót og Eyvindará voru brúuð þar sem á þeim tíma þótti heppilegast og væntanlega ódýrast. Aðeins fyrstu vísar þéttbýlismyndunar voru þá til staðar með vísan til veitinga og póstþjónustu.

Ein mesta breyting, sem samfélag okkar stendur nú frammi fyrir, verður þegar Fjarðarheiðargöng verða að veruleika. Það er spurning hvort þá sé endilega sjálfgefið að valin verði ódýrasta lausn Vegagerðar ríkisins við val á samgönguleiðum um þéttbýli okkar?

Leiðavalið

Leið Fagradalsbrautar um miðbæ Egilsstaða hefur reynst tímaskekkja. Þetta hefur sumum verið ljóst um áratugaskeið þó aðalskipulag staðarins geri enn ráð fyrir því allt til 2028. Í raun hefur leiðavalið aldrei staðið um „miðleiðina“ niður í gegnum bæinn. Stór tíðindi hafa verið sögð, að Vegagerðin leggi nú til að þjóðvegurinn fari ekki um Fagradalsbraut. Skipulagsvaldið liggur hjá sveitarstjórn og hennar er að ákveða hvað sé samfélagi okkar fyrir bestu. Hugmynd um „suðurleiðina“ er að ég ætla fyrst og fremst vegargerðarinnar og hví tekur sveitarstjórn því bara fagnandi eins og ekki sé um annað að ræða.

Beinast hefði legið við að gangamunninn hefði verið ofan Steinholts, umhverfisröskun minnst og hægt að hefjast handa strax. Engin aðkoma er að Dalhúsum án þess að byrja á því að brúa Eyvindarána varanlega eða til bráðabirgða með þeirri varanlegu umhverfisröskun sem því yrði samfara.

Höfundur er verkfræðingur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.