Orkumálinn 2024

14 Stjórnarfundur 4 desember, 2004

Stjórnarfundur 04.12. 2004. búið

Fundargerð.

Boðaður fundur stjórnar SAMGÖNG hófst kl. 10:00 laugardaginn 4. desember 2004 á Hótel Héraði, Egilsstöðum. Af stjórnarmönnum voru mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir, Sveinn Sigurbjarnarson og Jörundur Ragnarsson. Þá var mættur boðinn gestur Kjartan Ólafsson  félagsfræðingur hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri, sem gerði grein fyrir vinnu sem að HA er með í gangi varðandi ýmis mál tengd þeim miklu breytingum sem nú eiga sér stað á Austurlandi.

Helstu punktar úr máli Kjartans

1. Rædd þau atvinnutækifæri sem að eru nú í boði sem og þau sem að bjóðast í næstu framtíð.

2. Menntunarmöguleikar á Austurlandi í dag og næstu framtíð.
3. Kjartan benti á að ákvarðanir á framkvæmdatíma geti verið rangar og því dregið dilk á eftir sér í áratugi.

4. Taldi erfiðast að halda saman öllum framkvæmdum með tilliti til framtíðar, á framkvæmdatímanum.


5. Sagði það mikið atriði að þeir sem að væru í forsvari á svæðinu næðu að tala saman. Bæði væri um að ræða aðila úr atvinnulífi sem sveitarstjórnum. (sameinuð stöndum vér innl. ritara) Hvernig samfélag viljum við hafa á Austurlandi í framtíðinni?

6. Ræddi um samgöngur og hvað þær skiptu miklu máli fyrir atvinnulífið.


7. Gerði grein fyrir könnun á fjarlægð starfsmanna frá vinnustað og nauðsyn þess að auðveld leið lægi á milli. Alvarlegt ef erfitt er að komast á milli heimilis og vinnu.

8. Sá sem gerir ekki neitt- gerir enga vitleysu.


9.  Gagnleg umræða fór fram um Austurland og framtíðina. Kjartan sagði að HA væri með það sem framtíðarverkefi að gera grein fyrir stöðunni á Austurlandi í dag svo aftur efir 4 og 8 ár.

Stjórnarmenn voru ánægðir með þessa umræðu og þökkuðu Kjartani fyrir hans tillegg til aukinnar vitundar stjórnar um nauðsyn þess að tengja byggðir á Austurlandi saman með jarðgöngum.

          
Guðrún Katrín Árnadóttir   Sveinn Sigurbjarnarson   
      
Jörundur Ragnarsson

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.