15 Stjórnarfundur 20 janúar, 2005

 Stjórnarfundur 20.01. 2005. búið
Haldinn í fundarsal Þróunarstofu Austurlands, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum kl 17:00

Mættir:
 Guðrún Katrín Árnadóttir
 Kristinn V. Jóhannsson
Jörundur Ragnarsson
Sveinn Sigurbjarnarson
Sveinn Jónsson
Guðrún Katrín bauð menn velkomna og gekk til dagskrár.

1. Fréttatilkynning
Fyrirliggjandi drög uppfærir Sveinn og Guðrún Katrín dreifir á fjölmiðla að fenginni staðfestingu.
2. Kynnisferð sveitarstjórnarmanna í Teigsbjarg 5. febrúar n.k.
Fyrir liggur listi þátttakenda:
 Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafirði,
 Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri Seyðisfirði, 
Jóhann P. Hansson bæjarfulltrúi Seyðisfirði, 
Guðmundur Bjarnson, bæjarstjóri Fjarðabyggð, 
Eiður Ragnarsson, bæjarfulltrúi Fjarðarbyggð,
Skúli Björnsson, sveitarstjórnarmaður Fljótsdalshéraði, 
Soffía Lárusdóttir, forseti sveitarstjórnar Fljótsdalshéraði og formaður stjórnar SSA,  Þorvarður Jóhannson, framkvæmdastjóri SSA,
      Einar Þorvarðarson Vegagerðinni Reyðarfirði
      Sveinn Sveinsson, Vegagerðinni Reyðarfirði.

Með í ferðinni verður Sigurður Gunnarsson, sem hefur annast milligöngu hennar og Sveinn Sigurbjarnarson keyrir. 

Jörundur fær inni í Végarði eða Skriðuklaustri fyrir fund eftir að niður er komið um kl. 15:30 með kaffi.

Guðrún hefur samband við Ágúst Guðmundsson jarðfræðing um að vera með í ferðinni og hafa innlegg á fundinum.  Samþykkt að greiða ferðakostnað, ef með þarf.
Sett voru upp drög að dagskrá fyrir fundinn og skal hún send út til þátttakenda:

3. Samfélagsleg úttekt
Guðrún hefur rætt við Kjartan Ólafsson un möguleika þess að gera úttekt á samfélagslegum áhrifum gangagerðarinnar.  Kostnaður er áætlaður 2 milljónir og taki 2 mánuði.  Ákveðið að ræða við sveitarstjórnarmennina um aðild að þessu.  Talið að mögulegt sé að fjármagna af sama framlagi og til ”Vöktunar á Austurlandi”.
Stefnt verði að fundi með Kjartani hið fyrsta en ákvörðun frestað til næsta fundar í framhaldi af skoðunarferð sveitarstjórnarmanna.

4. Jarðfræðirannsóknir
Komið hefur fram að um 50 – 80 milljónir kunni að kosta að ljúka jarðfræðirannsóknum.

5. Önnur mál
Guðrún vísaði til fjáröflunar, sem fór af stað á s.l. hausti.  Þrír aðilar í Neskaupstað hafa greitt 50.000.- hver.  Jörundur kanni hvað Hrafnkell hafi verið búinn að gera í þessu á Egilsstöðum og síðan skipti Jörundur og Sveinn því sem eftir er með sér.  Sveinn S og Guðrún enn að vinna í sínum hluta listans.

Fleira ekki, fundargerð lesin og samþykkt.
Fundi slitið 18:10
Sveinn Jónsson ritaði

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.