20 Stjórnarfundur 19 janúar, 2006

SAMGÖNG
6. Stjórnarfundur 2005 – 2006.
Föstudaginn 19. janúar 2006 kl 18:00 í síma

Mættir:   Guðrún Katrín Árnadóttir,  
    Jónas Hallgrímsson,
    Jörundur Ragnarsson,
    Kristinn V. Jóhannsson, 
    Sigfús Vílhjálmsson,     
    Sveinn Jónsson
    Sveinn Sigurbjarnarson.
Formaður stýrði fundi og gekk til dagskrár.

1. Uppgjör vegna ráðstefnu 4. nóv. s.l. um veggöng á Mið-Austurlandi og fjármál
Uppgör ráðstefnunnar hefur verið í höndum Stefáns hjá Þróunarfélagi Austurlands.  Yfirlit hefur ekki fengist.  Tillaga um greiðslu af hálfu Samganga mun síðan verða byggð á því yfirliti.
Jörundur mun strax fara til fundar við Stefán og ná yfirliti.

2. Gerð skýrlsu RHA um alla leiðina Eskifj-Norðfj-Mjóifj-Seyðisfj-Hérað
Kristinn mun skrifa bréf til SSA með ósk um að þegar verði lokið við gerð úttektar af hálfu RHA á veggangakostinum Eskifj-Norðfj-Mjóifj-Seyðisfj-Hérað og Samgöng hafa alla tíð lagt áherslu á að unnið verði að.  Fyrirliggjandi skýrsla er ófullnægjandi og varpar ekki ljósi á það markmið, sem Samgöng voru stofnuð um og hafa staðið fyrir.  Með vísan til funda fyrir um ári síðan var lagt upp með, að þessi kostur einn yrði til grundvallar úttektar á samfélagsáhrifum þessara ganga. 
Jónas mun fylgja erindinu eftir hjá framkvæmdastjóra SSA.

3. Næstu skref
Hugur í mönnum og áform um að leita frekari stuðnings og næstu skrefa að stofnun félags.  Áður verður þó að liggja fyrir úttekt af hálfu RHA.  Þetta hefur ekki verið talið þurfa að taka langan tíma né kosta mikið. 
Kristinn og Sveinn munu leita leiða til mögulegs samstarfs við Fjarðaál.
4. Önnur mál
Rædd nýlega kynnt ákvörðun Sæsilfur um að rekstri verði hætt í Mjóafirði innan tveggja ára.  Stjórnarmenn munu beita áhrifum sínum og samböndum til að SSA og nærliggjandi sveitarfélög beiti sér fyrir því að þetta nái ekki fram að ganga.

Formaður boðar bráðlega til næsta fundar.

Fleira ekki.
Fundi slitið 18:50
Sveinn Jónsson ritaði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.