Segið já 26. október - Fjárhagslega sterkara sveitarfélag

Sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður sterkara og betur í stakk búið til að sinna verkefnum sínum en hvert og eitt þessara sveitarfélaga fyrir sig. Geta sveitarfélagsins til fjárfestinga eykst og stærri eining er síður viðkvæm fyrir áföllum sem haft geta áhrif á tekjustofna þess.

Öll sveitarfélögin sem um ræðir hafa verið vel rekin undanfarin ár, þó að ársreikningar þeirra séu mismunandi. Fljótsdalshérað er nokkuð skuldsett í dag en hefur gengið vel að greiða skuldir sínar niður og allar framtíðaráætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi niðurgreiðslu þeirra með stóraukinni fjárfestingagetu. Tölur sýna að hið nýja sameinaða sveitarfélag verður jafnvel enn betur í stakk búið til að gera slíkt hið sama. Ef íbúar samþykkja sameiningu fæst einnig til viðbótar fjárframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upp á hundruð milljóna króna til skuldajöfnunar, sem aftur leiðir til enn meira svigrúms til að fjármagna eigin fjárfestingar. Þó hin þrjú sveitarfélögin skuldi minna, bæði í krónum talið og hlutfallslega, er ljóst að þessi aukna geta hins sameinaða sveitarfélags til fjárfestinga og uppbyggingar innviða kemur þeim einnig til góða. Gera má ráð fyrir að heildarframlag Jöfnunarsjóðs vegna sameiningar ef af henni verður muni nema á bilinu 1,1-1,4 milljarðar króna en endanleg tala ræðst af niðurstöðum ársreikninga sveitarfélaganna vegna ársins 2019 og endanlegum breytingum

Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í að móta tillögu um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Að baki tillögugerðinni liggur heilmikil greiningarvinna og eru gögn hennar aðgengileg á heimasíðunni svausturland.is. Ég hvet alla íbúa til að kynna sér málin, mæta á kjörstað og greiða atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.