Opið bréf til nágranna minna

Kæru nágrannar.

Til hamingju með nýja sveitarfélagið, sveitarfélagið sem umlykur mitt sveitarfélag Fjarðabyggð þannig að ég kemst ekki að heiman án þess að koma við hjá ykkur. En fyrst og fremst til hamingju með að hafa skýran og góðan valkost þegar þið gangið til kosninga á laugardaginn.

Þið búið við þau forréttindi að geta kosið frábært fólk sem er með sterka stefnu þar sem umhverfisvernd og jafnrétti eru leiðarljós. Til hamingju með að geta kosið VG.

Það er afar mikilvægt að fyrsta sveitarstjórn nýs sveitarfélags sé sterk. Hún þarf ekki bara að tryggja það að sameiningin gangi vel og að allir íbúar hafi rödd, hún þarf líka að hafa skýra sýn og leggja línurnar fyrir það fyrirmyndarsamfélag sem er að fæðast.

Nú er lag að skerpa á línum og gefa málum sem hafa allt of lítið verið rædd meira vægi. Ég er afar stolt af því hugrakka fólki sem skipa lista VG og hefur nú þegar breytt orðræðunni á Austurlandi. Tölum um náttúruna, tölum um jafnrétti, tölum um nýsköpun og tölum um sjálfbærni. Höfnum öllum áformum um óafturkræf náttúruspjöll og höfnum því að einhverjir hópar samfélagsins séu útundan.

Nýtið þetta tækifæri kæru nágrannar og kjósið með náttúrunni og jafnréttinu.

Höfundur er varaþingmaður VG í Norðausturkjördæmi og ritari flokksins.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.