Norðausturland, nú er tækifærið!

Það er spennandi að spá í stöðuna og fjölbreytt tækifæri í kjördæmi sólarinnar þar sem væntanlegir og fornir þingmenn þeysa nú um héruð í leit að stuðningi.

Við horfum björtum augum til búsetu og uppbyggingar á okkar fagra landsvæði og hugsum ósjálfrátt hver á skilið að fá atkvæði okkar. Okkar, sem erum með hjartað heima í héraði og viljum sjá bætta þjónustu, hraðari uppbyggingu og meira samráð um okkar lífsgæði og velferðarmál.

Ég vil sjá þingmenn úr okkar kjördæmi sem þekkja hagsmuni íbúa, fyrirtækja og sveitarfélaga svæðisins, þingmenn sem hafa reynslu af stjórnsýslu og geta strax komið að nauðsynlegum úrbótum á málefnum og hagmunamálum fyrir fjórðunginn og á landsvísu. Við þurfum þingmenn sem eru hæfir til samstarfs og eru nógu lausnamiðaðir til að leysa verkefni á alþingi okkar Íslendinga eða á borði ríkisstjórnar.

Baráttumálin eru fjölmörg og fjölbreytt og þörf á úrbótum er víða aðkallandi, en fyrst og fremst er málið að rjúfa kyrrstöðu og komast til framtíðar. Mikilvægt er því að taka alþingi og ríkisstjórn úr handbremsu íhaldsafla og hafa kjark og þor til að stíga fram með lausnir og úrbætur, hvort sem það eru málefni Egilsstaðaflugvallar eða Akureyrarflugvallar, staða sauðfjárbænda, nýsköpun og græn tækni, félagsleg staða fatlaðra og/eða nýbúa, kolefnisbinding með skógrækt og öll hin málefnin sem standa okkur nærri í Norðausturkjördæmi.

Ég mun leggja mitt atkvæði til X-C þar sem Eiríkur Björn Björgvinsson er í forystu fyrir öflugan lista Viðreisnar í kjördæmi sólarinnar. Eiríkur hefur þá reynslu, þekkingu og innsýn sem er nauðsynleg til að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunum landshlutans og koma úrbótum í framkvæmd.

Ég hvet ykkur öll til að gefa Eiríki og ekki síður framtíðinni tækifæri í
komandi kosningum og kjósa Viðreisn með því að setja X við C.

Höfundur skipar 15. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.