VG - kosningar - sept 2021

Njál Trausta í forystusætið

Á laugardaginn fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Þá eigum við kjósendur kost á að velja þá framvarðasveit sem við treystum best til að berjast fyrir og standa vörð um hagsmuni okkar í náinni framtíð.

Okkur langar til að lýsa yfir stuðningi okkar við Njál Trausta Friðbertsson alþingismann, sem nú býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

Njáll Trausti hefur sýnt það og sannað með störfum sínum að þar fer forystumaður. Störf hans og hugmyndir bera því vitni. Þær eiga ekki síst sterkan hljómgrunn á landsbyggðinni.

Hann hefur reglulega minnt á að sjávarútvegurinn sé landsbyggðarinnar. Öllu skiptir fyrir landsbyggðina að sjávarútvegi séu búin góð og ekki síst stöðug rekstrarskilyrði. Jafnframt hefur hann verið talsmaður fyrir jákvæðri uppbyggingu fiskeldis og talað fyrir drifkrafti og byggðafestu fiskeldisins. Efnahagsleg hagsæld Íslendinga mun áfram byggja á vexti útflutningsgreina.

Miklu skiptir fyrir okkur Austfirðinga að við höfum sterkan talsmann á þingi fyrir uppbyggingu atvinnumála. Njáll hefur haft þá sýn að fiskeldið verði einn grunnatvinnuvegur Íslendinga. Það hafi burði til að vaxa, ólíkt öðrum sjávarútvegi sem sækir í takmarkaða auðlind byggðri á sjálfbærri nýtingu.

Kjósum Njál Trausta alþingismann til forystu í Norðausturkjördæmi.

Jóna Kristín Sigurðardóttir, Djúpavogi
Sigurbergur Ingi Jóhannsson, Neskaupstað


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.