Málefnaþurrð?
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 28. maí 2010
Ágætu framboði hér í Fjarðabyggð er tíðrætt um lýðræði og er ennþá fast í þeim tímapunkti þegar að prófkjörin hér í Fjarðabyggð áttu sér stað. Við Sjálfstæðismenn erum löngu komnir áfram í vinnu okkar og starfi og höfum ekki ætlað okkur að fara í meting um uppröðun á listana en nú í ljósi endalauss áróðurs um ólýðræðisleg vinnubrögð verð ég að bregðast við, stutt og skorinort.
Sjálfstæðismenn gáfu öllum flokksmönnum kost á að raða uppá lista Sjálfstæðismanna í póstkönnun. 64% þátttaka var í könnuninni og var hún látin standa.Fjarðalistinn stillti upp.
Framsóknarmenn héldu galopið prófkjör – í nafni lýðræðis. En hvar var lýðræði Framsóknarmanna þegar að þeim einstaklingi sem hafnaði í 6.sæti var ýtt neðar á listann fyrir annan flokksmann. Hvar var lýðræði Framsóknarmanna að bjóða ekki öllum sem gáfu sig í prófkjörið sæti á listanum?
Einnig er athyglisvert og til umhugsunar fyrir Fjarðabyggðarbúa sem krefjast breytinga að Framsóknarmenn ráðast gengdarlaust á Sjálfstæðismenn varðandi lýðræðislega uppröðun á lista sína en þegja þunnu hljóði varðandi Fjarðalistann, sem stillti upp án aðkomu almennra flokksmanna eða íbúa. Skyldi þetta vera upptakturinn fyrir óbreytta stjórn Fjarðabyggðar næstu 4 árin???
Þetta verður okkar eina svar við þessum málflutningi Framsóknarmanna – kjósendur vilja tala um mikilvægari mál en þetta.
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð