Mikilvægar kosningar

Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Þetta eru mikilvægar kosningar.

Sameinað sveitarfélag verður sterkt og mun hafa alla burði til að takast á við fjölmörg verkefni sem framundan eru hjá þessum sveitarfélögum á næstu árum.

Það sýnir sig best á nýrri tillögu að samgönguáætlun, þar sem heilsársvegur yfir Öxi er ofarlega á blaði og fleiri nauðsynlegar framkvæmdir í fjórðungnum.

Um leið og sameinað sveitarfélag verður öflugra, rekstur hagkvæmari og þjónusta betri, er byggðakjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið, til dæmis um deiliskipulag.

Þetta er einsdæmi og gott fordæmi til framtíðar.

Ég hvet alla til að kynna sér allt um sameininguna á heimasíðu verkefnisins svausturland.is.

Mætum svo öll á kjörstað laugardaginn 26.október og verum jákvæð, takk.

Höfundur situr í sveitarstjórn Djúpavogshrepps


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.