Mikilvægar kosningar
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 22. október 2019
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Þetta eru mikilvægar kosningar.
Sameinað sveitarfélag verður sterkt og mun hafa alla burði til að takast á við fjölmörg verkefni sem framundan eru hjá þessum sveitarfélögum á næstu árum.
Það sýnir sig best á nýrri tillögu að samgönguáætlun, þar sem heilsársvegur yfir Öxi er ofarlega á blaði og fleiri nauðsynlegar framkvæmdir í fjórðungnum.
Um leið og sameinað sveitarfélag verður öflugra, rekstur hagkvæmari og þjónusta betri, er byggðakjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið, til dæmis um deiliskipulag.
Þetta er einsdæmi og gott fordæmi til framtíðar.
Ég hvet alla til að kynna sér allt um sameininguna á heimasíðu verkefnisins svausturland.is.
Mætum svo öll á kjörstað laugardaginn 26.október og verum jákvæð, takk.
Höfundur situr í sveitarstjórn Djúpavogshrepps