Orkumálinn 2024

Fjarðarheiðargöng – 1. grein um leiðaval Héraðsmegin,

Umhverfismatsskýrsla framkvæmdar apríl 2022 liggur nú loks fyrir til almennrar kynningar og er mikið og athyglivert plagg. Meðfylgjandi mynd sýnir þá valkosti sem hafa verið til samanburðar. Að stærstum hluta er um kafla Hringvegarins að ræða og tilgreinir skýrslan þrjá valkosti.

• Norðurleið (N)Hringvegar sýnd á mynd með gulu alls um 8,1 Km
• Miðleið (M) frá Egilsstaðavegamótum upp eftir núverandi vegi „Fagradalsbraut“ og um nýjan veg sýndan með rauðu „Háls og Fagradalsbraut“ alls um 5 Km
• Suðurleið (S) frá Þórsnesvegamótum upp eftir nýjum vegi bláum og rauðum alls um 5,8 Km.

Það sem vekur athygli hvað þetta varðar er að í Hringveginn vantar 0,8 Km til viðbótar við M og heila 2,2 Km við S. Þaðan sem M og S tengjast svo núverandi Hringvegi austan í Hálsi eru 27,4 Km til Reyðarfjarðar en aðeins 26,2 hvað N varðar. Þetta leiðir til þess að frá Fjarðabyggð lengist leiðin á Egilsstaðflugvöll um 1,1 Km eftir N en 2,2 Km eftir S umfram það sem yrði efir M-leið.

Svipað verður uppi á teningnum fyrir leiðina um göngin til Seyðisfjarðar, leiðin á Egilsstaðflugvöll lengist um 0,8 Km eftir N en 2,2 Km eftir S umfram það sem yrði efir M-leið. Verst yrði útkoman fyrir þá sem eiga leið um veg 93 um Fjarðarheiði eða 95 Borgarfjarðarveg þar sem N styttir leið á flugvöll um 1,6 Km en S lengir um allt að 3,2 Km. Eins er vert að skoða að milli Seyðisfjarðar og Fjarðabyggðar verður N leið 0,5 Km styttri en M eða S.

Niðurstaða mín því sú að með Suðurleið sé ekki aðeins verið að lengja hringveginn umfram það sem norðurleiðin gerir heldur sé Suðurleið einnig til að lengja algenga akstursvegalengd Austfirðinga og ferðatíma. Það að undanskilja 2,2 km vegarkaflann milli ætlaðra „Þórsnesvegamóta“ Suðurleiðar og ætlaðra „Melshornsvegamóta“ Norðurleiðar skekkir allan samanburð skýrslunnar og gerir hann ótrúverðugan. Meira um það síðar.

Samanburður sérfræðinga vegagerðarinnar í skýrslunni varðar öðru fremur umferðaröryggi, kostnað, þjóðhagslegan ávinning og áhrif á náttúrufar, landnotkun og fornleifar. Það sem þó er talið skera þar helst úr um eru samfélagsleg áhrif þar sem Suðurleið og Norðurleið koma að sögn talsvert betur út en Miðleið. Undirritaður mun greina þennan samanburð í næstu greinum um leiðavalið Héraðsmegin.

Höfundur er verkfræðingur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.