Af hverju er maður að gefa kost á sér í sveitastjórn?

Ég var spurður að þessu fyrir nokkru og svarið er einfalt. Þetta er bara svo gaman, að leggja á sig ómælda vinnu og sjá síðan afraksturinn, sjá samfélagið vaxa, dafna og þróast. Ég vill búa í samfélagi sem er framúrskarandi og vill leggja mitt á vogarskálarnar til að Múlaþing verð áfram í fremstu röð.

Við í Múlaþingi eru núna að fara af stað í fjögurra ára kjörtímabil og að mínu mati eru þessi fjögur ár gríðarlega mikilvæg uppá framtíð okkar samfélags. Ég vill núna stíga upp og styðja við það góða starf sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðasta kjörtímabili leitt og vonast að okkur á listanum verði treyst fyrir því verkefni að leiða Múlaþing áfram sem eina sterka heild.

Það er ljóst að á næsta kjörtímabili eru stór verkefni á dagskrá og mikilvægt að við tökumst á við þau með hag samfélagsins alls fyrir augum. Verkefni sem snúa að fjárhag, viðhaldi og uppbyggingu innviða og örva húsnæðismarkaðinn með auknu framboði á húsnæði um allt Múlaþing.

Við búum svo vel hér í Múlaþingi að öflugum, litlum og meðalstórum fyrirtækjum og einstaklingum sem sveitarfélagið þarf að hlusta á og gera allt til að mæta þörfum þeirra. Möguleikarnir eru allt í kringum okkur, uppbygging atvinnu og verslunar, aukin ferðþjónusta, kolefnisjöfnun og nýsköpun. Í mínum huga eru möguleikar okkar miklir og sér í lagi í dreifbýlinu hvort sem það er hefðbundinn landbúnaður, ræktun, kolefnisbinding með aukinni skógrækt eða aukin ferðaþjónustu.

Núna eru innan við fjórar vikur í kosningar en þær fara fram 14. maí og hlakka ég mikið til næstu vikna, að eiga samtal við fólkið sem býr í Múlaþingi, finna kraftinn sem í því býr og endurspegla hann í verkefnum næsta kjörtímabils.

Höfundur skipar annað sæti á D-lista Sjálfsæðisflokksins í Múlaþingi


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.