Austfirskur fréttaannáll 2013 - September

Article Index

djupi 16092013 4September:

Sláturfélag Austurlands var úrskurðað gjaldþrota. Félagið hafði opnað kjöt- og fiskbúð á Egilsstöðum í maí.

Ferðamenn leituðu skjóls með tárin í augunum á Djúpavogi eftir krappa lægð. Miklar tafir urðu á flugi og fjárskaði hjá bændum þar sem mikil ofankoma fylgdi hvassviðrinu og náði heim að húsum. Dæmi munu hafa verið um að kindur hafi hreinlega fokið fyrir björg.

Á Eiðum var 100 ára afmæli Eiðaskóla fagnað og í Fjarðabyggð undirbúnar tökur á breskum sjónvarpsþáttum.

Austfirskir íþróttamenn uppskáru vel. Fjarðabyggð sigraði í þriðju deild karla í knattspyrnu og Huginn fylgdi með upp í aðra deild. Einherji vann þriðju deildina og Ólafur Bragi Jónsson varð heimsmeistari í torfæru. Þjálfaraskipti Hattar skiluðu litlu og liðið féll.

Malbik flagnaði af veginum í Hamarsfirði í aftakaveðri. Mynd: Ólafur Björnsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.