Austfirskur fréttaannáll 2013 - Júní

Article Index

heradssandur vatnvextir 05062013Júní:

Eftir harðan vetur komu mikil hlýindi. Ár margfölduðust að stærð og á Vopnafirði var björgunarsveitin meðal annars send í að bjarga skít. Lagarfljótið flæddu um allt í Héraðsbúa og óttast var að jökulvatni myndi drepa fiska í ferskvatnsám.

Fleiri afleiðingar vetrarins komu í ljós. Kalskemmdir ollu milljóna tjóni á túnum bænda.

Seyðfirðingar héldu mikla hátíð í tilefni 100 ára afmælis íþróttafélagsins Hugins. Þeir stóðu fyrir atburði í hverjum mánuði ársins af því tilefni. Í Neskaupstað var haldið upp á 90 ára afmæli Þróttar.

Austfirðingum var boðið að skoða skip. Annars vegar kom skólaskúta franska sjóhersins til Fáskrúðsfjarðar, hins vegar bauð skipstjórinn heim í Norrænu á Seyðisfirði.

Í ferð forseta Íslands til Þýskalands var hulunni svipt af samstarfi Bremenports við sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp um mögulega stórskipahöfn í Finnafirði.

Ný rafvædd fiskimjölsverksmiðja Eskju var gangsett á Eskifirði.

Lagarfljótið flæðir við Héraðsflóa. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.