Orkumálinn 2024

Austfirskur fréttaannáll 2013 - Janúar

Article Index

nesk 29012013 4Janúar:

Lesendur Austurfréttar kusu Árna Þorsteinsson Austfirðing ársins 2012. Frásögn hans af því hvernig hann komst lífs af úr snjóflóðunum sem féllu á Neskaupstað árið 1974 hreyfðu við mörgum.

Gróðrarstöðin Barri var úrskurðuð gjaldþrota eftir að hafa farið í greiðslustöðvun í árslok 2012. Fjárhagsleg endurskipulagning bar þar ekki árangur. Nýtt félag var stofnað á grunni þess gamla og hélt áfram rekstri.

Nær öllum umsóknum var hafnað í Vaxtarsamning Austurlands. Margir umsækjendur voru sárir en úthlutunarnefndin sagði að til stæði að fylgja betur eftir umsóknarkröfum.

Breyting varð á úthlutun hreindýraveiðileyfa. Fleiri leyfi voru gefin út sunnar í fjórðungnum en þangað virðast dýrin hafa fært sig.

Umhverfisstofnun gerði athugasemdir við þrjú frávik á starfsleyfi Alcoa Fjarðáls í kjölfar flúormengunar sumarið áður. Fyrirtækið lofaði úrbótum.

Aftakaveður gerði í lok mánaðarins og lokaði flestum fjallvegum í nokkra daga. Þorrablótsgestir urðu veðurtepptir á Seyðisfirði, brauð kláraðist úr hillum verslana í Neskaupstað, talning tafðist í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi og bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs varð veðurtepptur á Vopnafirði.

Tómar brauðhillur í Neskaupstað. Mynd: Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.