Um SVAust

SVaust - Strætisvagnar Austurlands

Um Strætisvagna Austurlands

Strætisvagnar Austurlands (SVAust) hófu formlega göngu sína sumarið 2013. Kerfið er fyrsta heildstæða almenningssamgöngukerfið fyrir Austurland. Það byrjaði sem þróunarverkefnið Skipulagðar almenningssamgöngur á Austurlandi í byrjun árs 2012. Þá var því upphaflega hrundið af stað af Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) og Austurbrú á grundvelli samnings Vegagerðar ríkisins og landshlutasamtaka sveitarfélaga um sérleyfisakstur. Grunnur kerfisins byggist hinsvegar á öflugu samgöngukerfi Alcoa Fjarðaáls sem viðkemur starfsmannaakstri.

Í dag byggist reksturinn á þremur stoðum; sérleyfissamningum, starfsmannaakstri Alcoa Fjarðaáls og akstri sveitarfélaga.

Þá hafa sveitarfélögin á Austurlandi skrifað undir yfirlýsingu um almenningssamgöngur. Þar sem markmið sveitarfélaganna á Austurlandi er að heildstætt kerfi í almenningssamgöngum gegni því tvíþætta hlutverki að tengja byggðir landshlutans saman og veita íbúum og ferðamönnum raunhæfan valkost í ferðum jafnt innan fjórðungsins sem og til hans og frá. Framtíðarþróun verkefnisins felst í því að bjóða uppá tíðari ferðir auk þess að tengja inní kerfið akstur milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs og ferðir frá Vopnafirði.

Verkefnið er vistað hjá Austurbrú.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.