Ekki sama Fellaskóli og Fellaskóli

Blaðamenn DV hlupu á sig í gær þegar þeir birtu mynd af Fellaskóla í Fellabæ á Fljótsdalshéraði með frétt um atvik sem átti sér stað í Fellaskóla í Breiðholti í Reykjavík þegar nemanda var neitað um að kaupa sér pítsusneið í mötuneytinu á öskudaginn.

Lesa meira

Flugvöllurinn orðinn fyrir höfninni?

Við móttöku Beitis um jólin var gert grín að því að Norðfjarðarhöfn væri orðin of lítil fyrir skip Síldarvinnslunnar. Huga þyrfti að því þegar farið verður í endurbætur á flugvellinum sem er þar við hliðina.

Lesa meira

„Lengst oní móðu Lagarfljóts“

Internetið reyndist ekki vera bóla. Það hefur þvert á móti vaxið og dafnað og þar reynast nú ýmsir skrýtnir miðlar og kimar.

Lesa meira

Lítil samúð með Grindvíkingum

Djúpavogsbúar virðast litla samúð hafa með bæjarráði Grindavíkur sem virðist telja sig hafa verið snuðað um forkaupsrétt á línuveiðibátnum Óla á Stað og tæplega 1200 tonna kvóta til Loðnuvinnslunnar í síðustu viku eins og Austurfrétt greindi frá í gær.

Lesa meira

Upphefð diskómastursins á Eiðum

Ljóstæknifélag Íslands óskar nú eftir tilnefningum til Íslensku lýsingarverðlaunanna árið 2015. Verðlaunin voru í fyrsta sinn afhent síðastliðinn vetur og verður verðlaunahafinn jafnframt fulltrúi Íslands í Norrænu lýsingarverðlaununum (Nordisk lyspris).

Lesa meira

Þrælakaupmaðurinn í flóttamannabúðunum

Þar sem framundan er móttaka flóttamanna á Íslandi og að Fjarðabyggð er meðal þeirra sveitarfélaga sem boðið hafa fram aðstoð sína er ekki úr vegi að líta aftur í tímann og rifja upp þegar Íslendingar tóku fyrst á móti hópi flóttamanna, tæplega sextíu Ungverjum um jólin 1956.

Lesa meira

Ber stoltur nafnið Skógar-Þröstur

Húsvíkingar fylgjast grannt með sínu fólki og það á við um Þröst Eysteinsson, nýskipaðan skógræktarstjóra, sem þeir virðast hafa ættleitt eftir að hann vann þar sem framhaldsskólakennari að loknu háskólanámi.

Lesa meira

Sváfu yfir sig og misstu af fluginu

Það á ekki af körfuknattleiksliði Hattar að ganga þessa dagana. Ekki er nóg með að liðið sé á botni úrvalsdeildarinnar heldur kom liðið töluvert seinna austur í Egilsstaði eftir síðasta leik en áætlað var.

Lesa meira

Þegar UÍA keypti kókaín fyrir Ringo Starr

Jakob Frímann Magnússon var í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrir Verslunarmannahelgina, þar sem hann ræddi um um hin ýmsu málefni við þáttarstjórnendur. Meðal umræðuefna var Atlavíkurhátíðin 1984, þegar Bítillinn Ringo Starr sótti Hallormsstað heim og tók á endanum lagið með Jakobi og félögum hans í Stuðmönnum á sviðinu í Atlavík.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar