Sváfu yfir sig og misstu af fluginu

Það á ekki af körfuknattleiksliði Hattar að ganga þessa dagana. Ekki er nóg með að liðið sé á botni úrvalsdeildarinnar heldur kom liðið töluvert seinna austur í Egilsstaði eftir síðasta leik en áætlað var.

Liðið tapaði illa gegn Þór í Þorlákshöfn á föstudagskvöld og eftir erfiðan leik var keyrt til Reykjavíkur þar sem liðið gisti allt. Síðan átti að fara með fyrstu vél að morgni laugardags austur í Egilsstaði.

Þjálfarinn stillti vekjaraklukkuna í símanum en ekki vildi betur en að síminn varð batteríslaus. Þjálfarinn svaf yfir sig, þeir leikmenn sem þó voru vaknaðir í tíma voru óvissir á brottfarartímanum og ekki vildi betur til en svo en liðið missti af fluginu.

Atvikið þykir ekki síst merkilegt í ljósi ummæli þjálfarans, Viðars Arnar Hafsteinssonar, eftir leik en viðtal hans hefur verið vakið athygli þar orðum hans um „mömmustráka" hefur verið slegið upp.

Þar átti hann hins vegar ekki við eigin leikmenn heldur brást við spurningu um hvort Höttur ætlaði að styrkja sig með leikmannakaupum eftir áramót.

„Ég vil ekki kaupa mömmustráka og gullkálfa sem koma hingað og hirða peninga þótt þeir haldi okkur í deildinni. Ég vil fá menn með hjarta. Það er vanmetið."

Og þótt frammistaðan væri „óboðleg" voru skilaboðin skýr. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.