Sleppið þessum stað

rfj fjardabyggdEins og Austurfrétt greindi frá í síðustu viku komst Reyðarfjörður á lista CNN yfir áhugaverða staði sem rétt er að heimsækja áður en þeir fyllist á ferðamönnum. Ekki eru þó ekki allir sammála um ágæti staðarins.

Austurfrétt hefur áður sagt frá dómi ferðavefsins Total Iceland um Egilsstaði, sem ekki þykja merkilegri en svo sem nemur einni bensínáfyllingu. Reyðarfjörður og Eskifjörður fá jafnvel enn verri dóma.

Eskifjörður hlýtur þann dóm að vera svo leiðinlegur að jafnvel fiskurinn í sjónum forðist orðið staðinn. Umhverfið með Hólmatindinum geti vissulega verið fagurt en ferðamönnum, sem þó eru komnir þetta langt út af Hringveginum, að halda beint áfram yfir á Norðfjörð enda sé þaðan fagurt útsýni yfir Austfirði.

En alltaf má gleðjast yfir óförum annarra, einkum nágrannans og að þessu sinni geta Eskfirðingar huggað sig við dóminn sem Reyðarfjörður hlýtur.

Upphafsorð hans eru: „Eins og annars staðar í heiminum eru góðir staðir og slæmir staðir. Reyðarfjörður smellpassar í síðari flokkinn."

Álverið er það sem helst virðist angra Total Iceland og návist þess virðist gera upplifun af náttúrunni ómögulega.

En það virðist ekki hafa skipt öllu. „Sannleikurinn er sá að þessi staður var aldrei sérstaklega áhugaverður."

Og lokaráðin eru einföld: „Sleppið þessari búllu fyrir einhvern fínni stað. Af þeim er nóg í nágrenninu."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.