Sölumaður dauðans!

Nokkrir fjallvÞað hefur lengi þótt einkenni góðra sölumanna að geta „kjaftað sig inn á fólk“ og vera hressi og skemmtilegi gaurinn. Þá er samt betra að vera með helstu staðreyndir á hreinu, annars getur endað illa.

Að minnsta kosti lét Bylgja Borgþórsdóttir á Egilsstöðum það fylgja sögunni að „örlög viðskipta“ hennar og ónefnds tryggingasölumanns hefðu verið ráðin þegar eftirfarandi samskipti áttu sér stað í símtali:

Gæinn: "Hvaaaah, er bara brjálað veður þarna á Egilsstöðum?"
Ég sjálf: (Lít hissa út um gluggann.) "Ha? Nei, hér er bara rjómablíða."
Gæinn: "Núúúú, var ég ekki að lesa það að Holtavörðuheiðin væri ófær?"...

Bylgja sagði frá viðskiptunum á Facebook, mörgum til óblandinnar ánægju, enda Bylgja jafnan mikill gleðigjafi á samfélagsmiðlinum.

En Tístið hefur samt samúð með sölumönnum og telur þeim kannski vorkunn. Það er jú ekki nema rétt um það bil 500 kílómetra akstur frá Egilsstöðum að Holtavörðuheiðinni. Það er svona svipað og loftlínan frá Egilsstöðum og til Færeyja...

BylgjaBogga

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.