Út að slá garðinn í desember?

egs 01122014 600Austfirðingar sluppu hvað best út úr óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í morgun. Haustið hefur verið blautt en hlýtt og glíma menn því við vandamál sem er þeim fremur framandi.

Autt er á flestum stöðum og tún jafnvel græn, sem þykir fáheyrt þegar komið er fram í 1. desember.

Þannig velti Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, því upp um helgina hvort hann ætti frekar að setja upp jólaseríur eða slá garðinn.

Hann varð hins vegar frá að hverfa þar sem jólaserían var biluð og of mikil rigning til að slá. Hann snéri sér því að enska boltanum. Ekki gekk mikið betur þar því hans menn í Everton töpuðu fyrir Tottenham í gær.

Austfirðingar hafa þó áður upplifað blíðviðri á aðventu. Í svari til Sverris segir fréttahaukurinn Haraldur Bjarnason frá því að hann hafi á aðfangadagsmorgun árið 1994 plantað úr einum bakka af furutrjám í blíðu veðri á Héraði.

Og fyrst farið er að horfa 20 ár aftur í tímann telur tístið rétt að grafa upp vinsælt lag frá þeim tíma sem lýst gæti veðurfarinu á Austfjörðum í nóvember – November Rain með Guns ´n Roses.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.