Hverja unnum við aftur?

huginn dalvikHuginn Seyðisfirði hefur gengið betur í boltanum sumar heldur en flestir áttu von á. Nýliðarnir í annarri deild, sem ekki höfðu mannskap til að spila í Lengjubikarnum í vor, hafa unnið hvern leikinn á eftir öðrum, eru í þriðja sæti og nokkuð örugglega búnir að tryggja sæti sitt í deildinni.

Í takt við aukna velgengni félagsins og þann alþjóðablæ sem heimabærinn hefur á sér hefur liðið komið sér fyrir á samskiptavefnum Twitter þar sem það sendir frá sér skilaboð á ensku, svo sem úrslit úr leikjum og viðbrögð leikmanna og þjálfara að þeim loknum.

En þegar sigrarnir koma jafnt hratt og auðveldlega og raun ber vitni skiptir ekki öllu máli hverjir mótherjarnir eru. Þannig lýstu Huginsmenn því yfir í morgun að þeir hefðu unnið Dalvík 5-1 í gær. Það er sannarlega ástæða til að fagna slíkum úrslitum, og skiptir kannski minna máli að mótherjarnir voru í raun Reynir frá Sandgerði...

En það eru fleiri sem geta lent í vandræðum með þessi fótboltalið, og jafnvel þeir sem síst skyldi. Vefmiðillinn fotbolti.net greindi til dæmis frá því að „Leiknir Fjarðabyggð" hefði unnið Grundarfjörð síðasta föstudag. Þessi fréttaflutningur mun hafa farið misjafnlega ofan í stolta Fáskrúðsfirðinga.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.