Fjarðabyggð eða Fjarðarbyggð

Undanfarin sumur hefur verið í gangi markaðsherferðin „njóttu Coke með" og síðan hafa fylgt íslensk skírnarnöfn eins og Siggi, Jón og Gunna.
Í sumar hafa örnefni bæst í hópinn og tístari fann Austfjarðastoltið gjósa upp þegar hann leitaði að flöskum með austfirskum örnefnum.
Nafn Fjarðabyggðar var á flöskunni skrifað með auka r-i, eins og byggðin væri aðeins með einum firði. Ekki er nánar til tekið hvaða fjörður það sé.
Ekki fylgir heldur sögunni hvort villan hafi fengið svo á útsendarann að hann hafi skipt um skoðun og fengið sér Pepsi.