Einkennilegustu atvinnurekendur á Austurlandi

ja saellHvernig nákvæmlega það gerðist að Borgfirðingarnir knáu í Já sæll ehf. ákváðu að þeir ætluðu sér í veitingabransann, er flestum sem til þekkja hulin ráðgáta.
Hvað sem því líður þá hafa þeir Skúli Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ásgrímur Ingi Arngrímsson nú rekið veitingasölu og skemmti- og tónleikastað í Fjarðarborg á Borgarfirði eystra í bráðum fimm sumur, þó reyndar með aðkomu þeirra Hafþórs Snjólfs Helgasonar, Óttars Más Kárasonar og Kristjáns Geirs Þorsteinssonar síðustu tvö árin.

Ekki varð hópurinn minna skrýtinn við það!

En rekstur þeirra félaga hefur vakið almenna aðdáun fyrir frumleika og nýjungagirni. Rekstrarþættir eins og „Fúli hamborgarakokkurinn“ og „Kjallararóninn“ hafa fest sig í sessi. Þá hefði engum öðrum dottið í hug að halda daglega tónleika með sama tónlistarmanninum hátt í 20 daga í röð eða að blása í Bollywood-kvöld með þriggja daga fyrirvara.

En með nýjasta uppátæki sínu má segja að þeir félagar hafi slegið öll met. Sjón er sögu ríkari.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.