Orkumálinn 2024

Þessir Reykvíkingar...

leifur thorkelsson 2Heimur versnandi fer og börnum er ekki lengur kennd landafræði í skólum! Sérstaklega virðist ástandið slæmt á höfuðborgarsvæðinu, enda stundum erfitt að gægjast mikið út fyrir Ártúnsbrekkuna.

Það er síðan alltaf svolítið pínlegt þegar þetta opinberast og góð og gegn gáfumenni og Þingeyingar eins og Leifur Þorkelsson heilbrigðisfulltrúi á HAUST þurfa að uppfræða viðkomandi um helstu staðhætti. Þetta tekur hann að sér alveg án aukagreiðslu, en birtir reyndar afraksturinn öðrum til skemmtunar á Facebook og segir þar svo frá:

Fékk símtal er rétt í þessu. Vinnutengt. Það fjallaði m.a. um starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands, sem eins og nafnið bendir til er Austurland, frá Vopnafirði suður í Skaftafell nánar tiltekið.

Eftir stuttan inngang þróaðist samtalið á eftirfarandi hátt:

Rödd í síma: Alveg frá Vopnafirði og í Skaftafell segirðu?
LÞ: Já það er rétt
Rödd í síma: Þannig að Gullni hringurinn er þá eiginlega allur inni á ykkar svæði?
LÞ: Gullni hringurinn?
Rödd í síma: Já Gullfoss, Geysir, Þingvellir og allt það.
LÞ: Nei. Þetta er einhver misskilningur, þessir staðir eru allir á Suðurlandi. Þú ættir ef til vill að heyra í þeim þar.
Rödd í síma: Já en, til þess að komast á þessa staði þarf ég að fara austur fyrir fjall.
LÞ: Ef þú ert í Reykjavík já, þá fara menn gjarnan austur fyrir fjall.
Rödd í síma: Og bíddu við, þegar ég er kominn austur fyrir fjall er ég þá ekki kominn á Austurland?
LÞ: Ekki kannski alveg um leið um leið og þú kemur austur fyrir fjallið en ef þú keyrir nógu lengi í austur endar þú líklega á Austurlandi.
Rödd í síma: Já, einmitt, ég heyri kannski bara í þeim á Suðurlandi.
LÞ: Já gerðu það...

Myndin að ofan náðist af Leifi um það bil sem hann lagði frá sér símann!

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.