Frægir bleikir fílar á leið í meðferð

Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar í dag sá Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs, ástæðu til að segja frá eigin hljómsveitarferli undir umræðum um æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir í Fjarðabyggð.
Hljómsveit Jens bar hið mikla nafn: Bleikir fílar á leið í meðferð.
Að sögn Jens, sem þykir nokkuð liðtækur píanóleikari, naut sveitin „nokkurrar frægðar" í heimabænum, Eskifirði en „einnig á Reyðarfirði. Við spiluðum á Bryggjuhátíð og hituðum upp fyrir SSSól."