Þetta er ungt og leikur sér!

Þeir voru í það minnsta eiturhressir kennararnir úr Hallormsstaðaskóla sem voru að leggja land undir fót í dag í starfsmannaferð með stefnu á Þórbergssetur á Hala í Suðursveit.
Kennarar láta sér sjaldnast leiðast og höfðu skipuleggjendur ferðarinnar sett upp sérstaka stigakeppni á milli bíla ferðalangana. Þar er hægt að vinna sér inn stig fyrir ýmis afrek, svo sem að ná ljósmynd af álfi, hitta munk og mynda hann, dansa við eldri borgara og banka í bakið á einhverjum ókunnugum, svo eitthvað sé nefnt.
Eins var hægt að vinna sér inn allmörg stig fyrir að koma sér í fjölmiðla. Austurfrétt óskar þessum fríða hópi góðrar ferðar og ætlast til ævarandi þakklætis þeirra sem við vorum að enda við að tryggja stig.
Gleðilegt sumar!